Fréttir

Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa í heimsókn ⚽

Í tilefni heilsu og forvarnaviku í Suðurnesjabæ buðu knattspyrnufélögin Reynir og Víðir uppá forvarnafyrirlestur frá landsliðskonunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum fyrir 7.
Lesa meira

Fræðsla um áhættuhegðun ungmenna

Í morgun var vel sóttur fundur með foreldrum barna í 7. – 10. bekk, þar sem Kristján lögga hélt fræðslu um vímuefnanotkun ungmenna. Í kjölfarið kom upp umræða hjá foreldrum um byrja á foreldrarölti aftur. Við viljum þakka þeim sem mættu fyrir góðan fund og þarfar umræður. [gallery ids="15150,15149,15148"].
Lesa meira

Ástarsaga úr fjöllunum

Nemendur í 3. bekk voru að lesa og vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og gerðu þau þessi fínu tröll í myndmenntartímum.
Lesa meira

Fundarboð

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Sandgerði verður haldinn þriðjudaginn 01.okt 2019 kl. 20.00 á sal Sandgerðisskóla. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf Kosning fundarstjóra og fundaritara Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna Lagabreytingar Önnur mál Hvað vilja foreldrar sjá á dagskrá næsta vetrar hvað varðar fyrirlestra – námskeið eða annað þvíumlíkt.   Stjórn FFGS: Hannes Jón Jónsson Eyþór Örn Haraldsson Ólöf Ólafsdóttir Elísabet Kolbrún Eckard   Sitjandi stjórn býður fram starfskrafta sína áfram en þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn FFGS vinsamlegast hafi samband við Hannes í síma 8619891 eða bjóði sig fram á aðalfundinum sjálfum. Kaffi og meðlæti í boði foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur!! Stjórn FFGS.
Lesa meira

Frábær þátttaka í sumarlestri ?

Sumarlestur bókasafnsins var á sínum stað líkt og síðustu ár. Mjög góð þátttaka var þetta árið en hátt í 60 börn skráðu sig til leiks í upphafi sumars.
Lesa meira

Útivistartími

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar.
Lesa meira

Sandgerðisdagar

Í dag var óhefðbundinn dagur í Sandgerðisskóla vegna Sandgerðisdaga. Elsti og yngsti nemandi skólans drógu fána Sandgerðisdaga að húni ásamt Magnúsi bæjarstjóra og Hólmfríði skólastjóra að því loknu komu nemendur saman á sal þar sem JóiP og Króli komu og skemmtu nemendum og starfsfólki við mikinn fögnuð viðstaddra.
Lesa meira

2. bekkur í berjamó

"Í dag ákváðum við í 2. bekk að nýta góða veðrið í að fara í berjamó. Það kom í ljós að nánast engin ber var að finna en í ljósi þess að mikið sást af fjólubláum skellum út um allt, komumst við að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir berjaleysinu væri sú að fuglarnir hafi borðað öll berin.
Lesa meira

Skertur dagur föstudaginn 30. ágúst / / pizzuveisla í boði fyrir alla nemendur

Föstudaginn 30. ágúst er tilbreytingadagur í skólanum. Nemendur mæta í skólann kl.10:00 og taka þátt í fjölbreyttum leikjum utandyra.
Lesa meira

Athugið, breyttan afgreiðslutíma á hafragrautnum, núna alla morgna frá kl.08:00 - 08:45

Við viljum minna á hafragrautinn góða sem stendur öllum nemendum til boða kostnaðarlaust alla morgna frá 08:00 -08:45. Með grautnum eru rúsínur, kanilsykur, möndlur, kanill og einnig er hægt að fá sér lýsi. Endilega hvetjið börnin ykkar til að nýta þennan staðgóða morgunmat J Með góðum kveðjum, Hólmfríður skólastjóri   I´d like to remind you about our porridge which students can get for free every morning between 08:00 and 08:45.
Lesa meira