Litlu jólin og jólaskemmtun ?

Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk voru haldin í dag föstudaginn 20.desember. Nemendur komu saman á sal skólans þar sem dansað var í kringum jólatré við undirspil starfsmannahljómsveitarinnar. Í gær var jólaskemmtun 1. – 6. bekk á sal skólans, þar sem nemendur sungu og léku fyrir samnemendur, foreldra og starfsfólk. Fréttinni fylgja margar skemmtilegar myndir frá skemmtuninni og litlu jólunum. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samfylgdina á árinu.