Lestrarstefna

LestrarstefnaSandgerðisskóli er með lestrarstefnu sem er aðgengileg á PDF formi hér að neðan.  Lestrarstefnan miðar að því að efla lestrarfærni nemenda Sandgerðisskóla, efla faglega þekkingu starfmanna á lestrarkennsluaðferðum, samræma vinnubrögð er viðkoma lestri og lestrarkennslu og efla heimilin til þátttöku.

Í skólanum er starfandi Lestrarteymi sem vinnur m.a. að því að kennarar vinni eftir þessari stefnu,  skipuleggja lestrarátök skólans, halda utan um einkunnir í lestri, útbúa fjölbreytt verkefni og margt fleira.

Lestarteymið hefur m.a unnið að útgáfu lestrarstefnunnar, unnið að gerð lestrarsvæðisverkefna sem notuð eru í kennslu og séð um útgáfu Lestarskjóðu sem nemendur nota við heimalestur.

Skólinn leggur mikla áherslu á gott samstarf á milli heimilla og skóla og sérstaklega þegar kemur að lestarnámi nemenda. Foreldrar eru hvattir til að vera duglegir að hafa samband við umsjónarkennarann eða einhvern úr lestrarteyminu ef þeir hafa áhyggjur að lestrarnámi barna sinna.  Einnig má hafa samband ef foreldar vilja frekari útskýringar, leiðbeiningar, auka námsefni eða ráðgjöf varðandi lestrarnámið.

Í Lestrarteyminu eru:

 • Ásdís Ösp Ólafsdóttir, verkefnastjóri, asdis@sandgerdisskoli.is
 • Arna Vala Eggertsdóttir, arna.vala@sandgerdisskoli.is 
 • Ásdís Birna Bjarnadóttir, asdis.birna@sandgerdisskoli.is
 • Berglind Richardsdóttir, berglind@sandgerdisskoli.is
 • Eydís Eiríksdóttir, eydis.eiriksdottir.is
 • Elísabet Inga Kristófersdóttir, elisabet@sandgerdisskoli.is 
 • Elsa Marta Ægisdóttir, elsa.marta@sandgerdisskoli.is 
 • Hrafnhildur Þ. Ásgrímsdóttir, hrafnhildur@sandgerdisskoli.is
 • Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir, kolbrunosk@sandgerdisskoli.is
 • Nína Ósk Kristinsdóttir, nina@sandgerdisskoli.is
 • Sigríður Fjóla Þorsteinsdóttir, lilla@sandgerdisskoli.is
 • Thelma Dís Eggertsdóttir, thelmadis@sandgerdisskoli.is 

pdf Lestarstefna Grunnskólans í Sandgerði, 3. útgáfa.

Fyrir áhugasama má benta hér á nokkra vefi sem vert er að skoða:

Við viljum einnig benda þeim sem leita eftir námsefni tengdu lestri að kíkja inn á náms- og kennsluvefina sem við erum með hér á síðunni okkar, Náms- og kennsluvefir.