Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa

Hlutverk námsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Hann leitast við að aðstoða þá við lausn ýmissa mála sem upp koma. Hann stendur vörð um velferð nemenda á sem breiðustum vettvangi og veitir þeim ráðgjöf.

 • Samstarf á milli nemanda og námsráðgjafa er skilyrði þess að ráðgjöf nýtist nemandanum.
 • Aðstoð námsráðgjafa miðar að því að nemandinn læri að taka ákvarðanir sem skipta hann máli.

Nemendur geta leitað til námsráðgjafa að eigin frumkvæði eða beðið umsjónarkennara að hafa milligöngu um viðtal.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er fræðsla eða ráðgjöf sem veitt er einstaklingi eða hópi við val á námsleiðum og/eða störfum.

Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. Aðstoðin beinist einnig að því að velta upp námsleiðum, störfum og atvinnulífi til að byggja ákvörðun um nám eða starf að loknum grunnskóla á raunhæfum grunni.

Aðstoð námsráðgjafa felst m.a. í:

 • Viðtölum
 • Aðstoða nemendur við að leita upplýsinga um nám, skóla, störf og atvinnumarkaðinn
 • Aðstoða nemendur við að finna eigin áhugasvið, gildismat og hæfileika
 • Að kenna leikni við ákvarðanatöku

Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni

Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur kynnist hugsun, viðhorfum, námsaðferðum og námsvenjum sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að eru árangursríkar.

Til að ráðgjöf í námstækni nýtist nemanda er mikilvægt að hann vilji sjálfur breyta eða bæta námsaðferðir og námsvenjur sínar. Ef nemandi á í erfiðleikum með heimanám, námstækni, er óákveðinn, leiður eða haldinn prófkvíða er heimsókn til námsráðgjafa góður kostur.

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur m.a. við:

 • Að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
 • Skipulagningu á námi
 • Minnistækni
 • Vinnulag í einstökum námsgreinum
 • Skipulagningu á prófundirbúningi og próftöku

Fræðsla / Hópráðgjöf

Námsráðgjafi býður upp á fræðslu og hópráðgjöf í minni hópum t.d. varðandi náms- og starfsval eða vinnubrögð.

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiss konar aðstoð og stuðning svo að hver nemandi nái sem mestum árangri í sínu námi.
Persónuleg mál nemenda geta verið af ýmsum toga s.s. námsleg, félagsleg, tilfinningaleg eða tengd samskiptum. Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við að leita lausna. Ef nemandi er feiminn, finnur fyrir einmannaleika, verður fyrir stríðni eða á í samskiptaerfiðleikum getur verið gott að tala við námsráðgjafa.

Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda.

Allir nemendur skólans geta sótt ráðgjöf til náms- og starfsráðgjafa, fengið viðtalstíma eftir þörfum. Hafa ber í huga að stundum gæti þurft að bíða aðeins eftir viðtalstíma ef mikil ásókn. Beiðni um þjónustu náms- og starfsráðgjafa liggur hjá ritara skólans.

Hægt er að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa í síma 425 3100 eða í gegnum tölvupóst, ragnhildur@sandgerdisskoli.is

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi

1.bekkur
Kynning.
Heimanám og skipulag skólatöskunnar.

2.bekkur
Kynning.
Skólataskan og glósu / minnistækni, upprifjun.

3. bekkur
Kynning.
Skipulag skólatöskunnar og heimavinnuáætlun.

4. bekkur
Kynning.
Skipulag skólatöskunnar og vinnumöppu.
Rætt um mikilvægi svefns fyrir nám.

5. bekkur
Námsskipulag og skólataska.
Tóbaksfræðsla (samstarf við hjúkr.fr.)
Nemendur setji sér stutt námsmarkmið og skipulag heimavinnuáætlunar.

6. bekkur
Skipulag námsgagna og heimavinnu.
Nemendur fá hópfræðslu varðandi Baujuna.
Tóbaksfræðsla fyrir hópinn.
Mannréttindafræðsla, réttindi mín.

7. bekkur
Að skipta um skólastig – námstækni.
Tóbaksfræðsla fyrir hópinn.
Nemendur komi á Baujunámskeið í minni hópum.
Nemendur fá kynningu á ýmsum störfum sem finna má á Íslandi.
Nemendur setji sér stutt námsmarkmið og skipulag.

8. bekkur
Námstækni: 
Fjallað um skipulag náms og góðar námsvenjur.
Námsvalskynning: Kynning á námsvali skólans og á námsbrautum framhaldsskólanna.
Tóbaksfræðsla fyrir hópinn og mannréttindafræðsla.
Nemendur koma í einstaklingsviðtöl, skönnum áhugasviðið.

9. bekkur
Próftækni: Fjallað um prófundirbúning, prófkvíða og próftöku.
Námsvalskynning: Kynning á námsvali skólans ogá námsbrautum framhaldsskólanna.
Starfskynningar, hópaverkefni og kynningarkvöld fyrir foreldra.
Tóbaksfræðsla fyrir hópinn. Heimsókn nemenda í framhaldsskóla.
Áhugasviðsgreining, Bendill. Nemendur velja ásamt foreldrum sínum hvort þeir taki þetta áhugasviðspróf en greiða fyrir lykilorð og því valfrjálst.

10. bekkur
Nemendur komi í einstaklingsviðtal.
Framhaldsskólakynning: Námsbrautir framhaldsskólanna kynntar. Framhaldsskólarnir og framhaldsskólakerfið kynnt.
Prófkvíðakönnun: Könnun er lögð fyrir nemendur 10. bekkja. Þeim nemendum sem á þurfa að halda er boðin aðstoð.
Tóbaksfræðsla fyrir hópinn auk áfengis- og vímuvarna. Heimsóknir í framhaldsskóla.
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Heimsókn til 10. bekkjar frá FS – Námsráðgjafi kemur og kynnir námsframboð.
Gerð ferilskráa.

(Baujunámskeið 1. til 4. bekkur) eftir þörfum. Náms- og starfsráðgjafi.

Tóbaksfræðsla 5. til 10. bekkur í samstarfi við hjúkr.fr.

Haustið byrjar með heimsókn í alla árganga skólans, náms- og starfsráðgjöf kynnt og sagt frá fræðslu sem þau munu fá í tengslum við n&s.

Fjármálafræðsla á unglingastigi – lífsleikni.

Mannréttindafræðsla og sjálfsþekking auk þekkingar á samfélaginu – Þjóðfélagsfræði í 10. bekk.