Fréttir

Starfsdagur miðvikudaginn 25. nóvember

Miðvikudaginn 25. nóvember nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað.
Lesa meira

Endurskinsmerki að gjöf

Í vikunni fengu allir nemendur skólans endurskinsmerki að gjöf frá Björgunarsveitinni Sigurvon og ættu því að vera vel upplýstir í skammdeginu. Eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru við þetta tækifæri voru nemendur ánægðir með gjöfina og þakka björgunarsveitinni kærlega fyrir sig.
Lesa meira

Skipulag skólastarfs 23. nóvember til og með 1. desember

1.-4. bekk verður kennt skv. stundatöflu, þ.m.t. íþróttir, sund, verk- og listgreinar og frístund að skóla loknum til 16:00 fyrir þá sem þar eru. 5.-7. bekk verður kennt samkvæmt stundatöflum þ.m.t. íþróttir, sund, verkval og verk- og listgreinar með örlitlum breytingum, töflur þess efnis koma til þeirra sem það á við. 8.- 9. bekkur verður kennt samkvæmt töflu til 12:25 og þar verða áfram takmarkanir. 10. bekk verður kennt samkvæmt töflu til 12:45 og þar verða áfram takmarkanir.
Lesa meira

4. bekkur í göngutúr um nærumhverfi

4. bekkur nýtir hvert tækifæri þessa dagana til útiveru og að fræðast um nærumhverfið sitt. Í útiveru dagsins fengu allir nemendur endurskinsmerki frá Björgunarsveitinni Sigurvon, allir ættu því að sjást vel í göngutúrunum okkar. Við fórum yfir hvernig samspil sólar og jarðarinnar hafa áhrif á sólarganginn og að nú styttist í vetrarsólstöður og þá fer dagurinn að lengjast á ný. Framtíðar náttúrufræðingar fræddust um minkinn í fjörunni og væntanlegir eðlisfræðingar fleyttu kerlingar til að kanna stærð og stefnu krafts.
Lesa meira

Skólastarf 18. nóvember - 1. desember

Kæru foreldrar og forráðamenn. Næstu tvær vikurnar verður skólastarf nánast óbreytt frá því sem verið hefur undanfarnar vikur, það er skert stundatafla. Stundartöflur skerts skólastarfs halda sér sem og frístund þó munu nemendur á yngsta- og miðstigi nú fara í matsal og borða og grímuskylda þeirra fellur niður, þá mega þau einnig vera í breytilegum hópum svo lengi sem þeir verði undir fjöldaviðmiðum. Hvað varðar skólaíþróttir þá eru dagleg útivera með kennurum að koma í stað þeirra þessar tvær vikur eins og verið hefur. Vonir standa til að við tökum upp hefðbundnar stundatöflur að þessum tveimur vikum liðnum. Þá mun desember einnig bera þess merki að takmarkanir eru á skólastarfi þar sem jólaskemmtun verður rafræn og nemendur verða stigskiptir þegar kemur að uppbroti. Við höldum áfram að vinna þetta saman. Með okkar bestu kveðjum, Hólmfríður, Bylgja, Fríða og Margrét
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í ár fór lítið fyrir hátíðarhöldum í tilefni dags íslenskrar tungu eins og hefð er fyrir hér í Sandgerðisskóla. Við lesum þó og vinnum með tungumálið eins og okkur er framast unnt alla daga og ræddu kennarar um daginn við nemendur og upplestrar púltin fóru milli árganga.
Lesa meira

Bekkjarsáttmálar

Sandgerðisskóli starfar eftir hugmyndafræði uppeldi til ábyrgðar. Nemendur og starfsfólk skólans vinna ýmis verkefni tengd hugmyndafræðinni og má þar m.a. nefna bekkjarsáttmála, mitt og þitt hlutverk, sáttaleið og fleira. Hér má sjá myndir af bekkjarsáttmálum og nokkrum öðrum verkefnum frá þessu skólaári.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og lituðum við íslenska fánann í tilefni dagsins og skrifuðum eitt íslenskt orð/málsgrein sem hverjum og einum þótti fallegt, komu orð eins og ég elska þig, fallegt, fáni, takk fyrir, tala, rós o.fl. Lestrarsprettur lauk formlega í dag og stóðu nemendur sig frábærlega. Lesin voru 6420 mínútur sem er frábært og fengu hvolparnir 214 bein.
Lesa meira

„Upplifum ævintýrin saman“

Sunnudaginn 15. nóvember hvetja Barnaheill landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir (klukkan 9-21). Með uppátækinu viljum við vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.
Lesa meira

Göngutúr í fjöruna hjá 7. bekk

Í 7. bekk verður lögð áhersla á að vera með einhverskonar uppbrot alla daga í skertu skólastarfi. Í dag var farinn langur göngutúr og nemendur náðu í steina sem voru svo málaðir. Það er mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki þrátt fyrir krefjandi tíma og grímunotkun.
Lesa meira