Skólamatur

SkólamaturBoðið er upp á hádegisverð í skólanum. Sandgerðisskóli og Suðurnesjabær starfa með Skólamat sem sér um framleiðslu hádegisverða, einnig er í boði ávaxtaáskrift fyrir nemendur í nesti á morgnanna. Skólamatur vinnur eftir ströngum gæðastöðlum við undirbúning og framleiðslu máltíða, hreinlætiseftirlit og rannsóknir á hráefni og aðföngum.

Hjá fyrirtækinu starfar næringarfræðingur og tryggir samstarf hans við matreiðslumeistara að allur matur innihaldi þau næringarefni sem nemendum, starfsfólki og öðrum viðskiptavinum eru nauðsynleg.  Skólamatur notar aðeins hágæða hráefni og er allt kjöt, fiskur og kartöflur frá viðurkenndum íslenskum framleiðendum. Hvorki MSG né matarolía með transfitusýrum er notuð í matinn.

Máltíðirnar eru flestar forlagaðar í miðlægu eldhúsi og síðan snöggkældar. Lokaeldun fer fram í mötuneyti skólans. Á hverjum degi er boðið upp á ferskt grænmeti og ávexti í meðlætisbar.

Smellið hér til að sjá matseðil vikunnar.