Skólasókn

Í grunnskólum sveitafélaganna er sett fram verklag um skólasókn til að styðja við farsæla skólagöngu. Stuðst er við þrepin hér að neðan  til að styrkja nemandann og umhverfi hans til að koma í veg fyrir frekari vanda. Smellið á mynd til að lesa.

Mæting er mikilvæg

Skólasókn

Samkvæmt 3. og 19. gr. grunnskólalaga er skólaskylda á Íslandi. Foreldrar bera ábyrgð á námsástundun og skólasókn barna sinna.

Ástundun

Ástundun nemenda er skráð í skráningakerfi skólans á Mentor.is.

Veikindi

Ef nemandi er veikur skal láta skólann vita strax að morgni (fyrir 8:30) eða skrá veikindi í Mentor.  Ef nemandi er veikur í fleiri en einn dag skal tilkynna viðkomandi veikan á hverjum degi. Heimilt er að leyfa nemanda að vera inni í frímínútum eftir löng veikindi.

Leyfi

Ef nemandi þarf að fá leyfi frá skóla skal tilkynna það skrifstofustjóra. Ef leyfið varir í meira en tvo daga þarf að fylla út eftirfarandi beiðni. Foreldrar bera ábyrgð á því að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan á leyfinu stendur.

Mæting er mikilvæg.  Góð skólasókn stuðlar að vellíðan barns í skóla og styður við jákvæða sjálfsmynd.

Smellið á mynd til að lesa.

Mæting er mikilvæg_  Mæting er mikilvæg_ 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Mæting er mikilvæg_ Mæting er mikilvæg_