Líf og fjör hjá skólakór Sandgerðisskóla

Í desember er mikið um að vera hjá skólakór Sandgerðisskóla. Stífar æfingar hafa verið hjá kórnum frá því í nóvember, þ.e. fyrir verkefni kórsins á aðventunni. Á sunnudaginn syngur kórinn á aðventutónleikum í Sandgerðiskirkju kl.17.00 og á þriðjudaginn 10. desember kemur kórinn fram sem gestakór á Kertatónleikum Karlakórsins Keflavíkur í Ytri Njarðvíkurkirkju. Mjög skemmtileg verkefni sem kórmeðlimir ætla að klára með stæl. Kórinn fer svo í jólafrí eftir að hafa endað starfið á önninni á jólakósýstund þar sem nemendur horfa á mynd, fara í leiki og gæða sér á jólasmákökum og heitu kakói. Myndir með fréttinni voru teknar á æfingu á föstudaginn þegar kórinn æfði með píanóleikara.