18.10.2019
Í dag tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar.
Lesa meira
17.10.2019
Villi vísindamaður og Linda teiknari heimsóttu 3. og 4. bekk og fræddu nemendur um hvernig á að skrifa og myndskreyta sögur. Óhætt er að segja að þau hafi slegið algjörlega í gegn!
Vilhelm Anton Jónsson er söngvari og tónlistarmaður, kvikmyndaleikari og þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi og þar að auki barnabókahöfundur.
Lesa meira
16.10.2019
Síðustu átta vikur hafa nemendur á miðstigi í Sandgerðisskóla verið í verkvali á þriðjudögum og fimmtudögum. Eitt val sem er í boði er Snjallir Krakkar.
Lesa meira
15.10.2019
Þá er fyrsti hópurinn af fjórum búinn að klára sex vikur í hljómsveitarvali.
Nemendur fengu að kynnast því að spila í hljómsveit og að syngja.
Lesa meira
10.10.2019
Við vorum að búa til kerti í Sköpun, slökun & boozt.
Nemendur völdu sér ilmefni, annað hvort Lavender eða Vanillu, síðan völdu þau sér lit í kertið.
Lesa meira
08.10.2019
Nemendur í kökuskreytingarvali hjá Þorbjörgu hafa staðið sig með prýði. Nemendur byrjuðu valið á að æfa sig í skrautskrift og síðar bökuðu þeir kökur hjá Rannveigu heimilisfræðikennara.
Lesa meira
04.10.2019
Alþjóðlegi snúðadagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í dag. 9. bekkurinn bauð upp á snúða frá Sigurjónsbakarí til sölu og fengu allir sem vildu eitthvað fyrir sinn snúð.
Lesa meira
04.10.2019
Við í 1. bekk fórum í Yoga og slökun í gær þar sem við æfðum djúpöndun, nokkrar stöður, lásum Yoga sögu og hugleiðslusögu í tilefni heilsudaganna.
Lesa meira
02.10.2019
Forvarnardagur er að venju haldinn miðvikudaginn 2. október í öllum 9. bekkjum landsins. Nemendur í 9. bekk Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu fullan þátt í deginum.
Lesa meira
01.10.2019
Í dag var haldinn íþróttadagur í Sandgerðisskóla í heilsuvikunni.
Nemendur byrjuðu á að fara í skipulagða leiki úti ásamt elstu deild leikskólans.
Lesa meira