- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Starfsfólk
- Um Skólann
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs.
Fulltrúar í skólaráði 2019-2020 eru eftirfarandi:
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri, Elísabet Kolbrún Eckard, fulltrúi foreldra, Hannes Jón Jónsson, fulltrúi foreldra, NN, fulltrúi kennara, NN fulltrúi starfsmanna, Valur Þór og Sunneva Hlynsdóttir fulltrúar nemenda og NN fulltrúi grenndarsamfélags.