Hressing og hádegismatur

Sandgerðiskóli er heilsueflandi skóli og mælist til þess að allir nemendur komi með hollt og næringarríkt nesti í skólann. Á morgnana frá 07:45 – 08:45 er boðið upp á heitan hafragraut. Jafnframt geta allir nemendur keypt sér heitan mat í hádeginu gegn áskrift hjá skólamat (sjá www.skolamatur.is). Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast.  

Smellið á mynd til að sjá ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema frá Embætti landlæknis.

Ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema

 Hressing

Fyrir þá sem taka með sér nesti hentar vel að fá sér ávöxt og eitthvað að drekka, t.d. vatn í nestistíma á morgnana. Hinir sem hafa borðað minna þurfa að hafa meira með sér í skólann, t.d. samloku með góðu áleggi til viðbótar við ávöxtinn. Mikilvægt er að útbúa nesti þannig að nemendur geti matast án mikillar fyrirhafnar t.d. að ávextir séu skornir.  

Nemendur í 1. – 6. bekk fá að jafnaði 10 – 15 mínútur af annarri kennslustund dagsins til að borða nestið sitt, eldri nemendur nýta frímínúturnar til að nærast. 

 

Hádegishressing / hádegismatur 

Stundaskrá Sandgerðisskóla gerir ráð fyrir tveimur hádegishléum. Það fyrra er kl 11:25 og miðast við stundaskrá nemenda 1. – 5. bekkjar en það síðara hefst kl 12:05, fyrir 6. - 10. bekk. Nemendum býðst að kaupa heitan mat af Skólamat í hádeginu sem er niðurgreiddur af Sandgerðisbæ.  

Hádegishlé stendur í 40 mínútur og á þeim tíma gefst nemendum kostur á að borða hádegismat sinn í matsal skólans.  

Nestisaðstaða er fyrir nemendur sem kjósa að koma með nesti að heiman í stað þess að kaupa heitan mat í skólanum. Aðstaðan er í matsal og þar eru örbylgjuofnar, samlokugrill og aðgengi að soðnu vatni. Ætlast er til að nemendur í 1. – 6. bekk séu í skólanum í hádegishléi nema með sérstöku samkomulagi milli foreldra/forráðamanna og skólastjórnenda.