- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Kynning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna Farsæld barna (farsaeldbarna.is)
Hvað er samþætting?
Samþætting er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni.
Hvernig sæki ég um samþættingu í Sandgerðisskóla?
Til að sækja um samþættingu er nauðsynlegt að hafa samband við tengilið farsældar í Sandgerðisskóla. Hægt er að senda tengilið tölvupóst á astrid@sandgerdisskoli.is til þess að fá kynningu á samþættri þjónustu og beiðni um samþættingu.
Tengiliður Sandgerðisskóla: Astrid Elísabet Þorgrímsdóttir, nemendaráðgjafi, astrid@sandgerdisskoli.is
Hvað gerir tengiliður? Hlutverk tengiliðar er að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns. Tengiliður tryggir aðgang að frummati og styður við samþættingu þjónustu allra þjónustuveitenda á fyrsta stigi. Hann tekur við beiðni foreldra/barns um samættingu á þjónustu í þágu farsældar barns og fylgir líka eftir beiðni foreldra/barns um samþættingu þjónustu á öðru og þriðja stigi.
Hvað gerir málstjóri? Hlutverk málstjóra er að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns. Málstjóri leiðir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns sem hefur þörf fyrir annars eða þriðja stigs þjónustu. Hann hefur hagsmuni barns að leiðarljósi og ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi.
Bæklingur á íslensku og pólsku um samþættingu í Suðurnesjabæ fyrir börn og foreldra, smellið á mynd
Bæklingur um farsæld barna, smellið á mynd
Nánari upplýsingar um farsældarlögin og samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Suðurnesjabæ er hægt að nálgast hér: Farsæld | Suðurnesjabær (sudurnesjabaer.is)