Dagskrá í desember

Hátíðarmatur 13. desember Föstudaginn 13.desember verður boðið upp á hátíðarmáltíð í Sandgerðisskóla fyrir alla áskrifendur. Í ár er boðið upp á kalkúnabringur, steiktar kartöflur, rjómalagaða sósu og eplasalat ásamt mandarínu í eftirrétt. Þeir sem ekki eru í áskrift en óska eftir að taka þátt í hátíðarmáltíðinni geta keypt sérstaka matarmiða í mötuneyti skólans frá 4.- 11.desember milli kl.9-11. Miðinn kostar 600 kr. Jólaskemmtun 19.desember Jólaskemmtun hjá 1. - 6.bekk verður haldin fimmtudaginn 19.desember kl.12:00. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundaskrá kl.08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim að sýningu lokinni eða um kl. 13:25. Foreldrar/ forráðamenn og aðrir gestir hjartanlega velkomnir. Nemendur í 7. bekk mæta kl.08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim kl.12:00. Nemendur í 8.- 10.bekk mæta kl.08:55 og lýkur skóladegi hjá þeim kl.12:00. 19.desember er seinasti dagur nemenda á Skólaseli fyrir jólaleyfi. Skólasel opnar aftur mánudaginn 6.janúar 2020. Litlu jólin 20.desember Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk verða haldin á föstudaginn, 20.desember. Nemendur mæta prúðbúnir, með pakka ( má kosta 500 -1.000kr), kerti og smákökur/mandarínur í sínar umsjónarstofur kl.10:00. Klukkan 11:00 koma nemendur saman á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur kl.11:45.Jólaleyfi Jólaleyfi nemenda hefst mánudaginn 23. desember. Skólinn hefst aftur að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar 2020, samkvæmt stundaskrá. Skóladagatal 2019-2020