Gunnar Helgason rithöfundur heimsótti Sandgerðisskóla

Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni Draumaþjófurinn fyrir nemendur skólans. Það er alltaf mikil stemning og gleði sem fylgir upplestri frá Gunnari, þar sem mikill leikur fylgir lestrinum. Hann hélt athygli nemenda allan tímann og gaf sér tíma til að árita bækur og ræða við  nemendur að upplestri lokum. Við þökkum Gunnari kærlega fyrir komuna.