Fræðsluráð

Í hverju sveitarfélagi skal í umboði sveitarstjórnar vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni. 

Skólanefnd skal kosin af hlutaðeigandi sveitarstjórn í upphafi hvers kjörtímabils. Um kosningu í skólanefnd og starfshætti fer samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykktum viðkomandi sveitarfélags. Varamenn í skólanefndum skulu vera jafnmargir aðalmönnum og kosnir á sama hátt. 

Skólastjórar, grunnskólakennarar og foreldrar í sveitarfélagi kjósa hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á skólanefndarfundum með málfrelsi og tillögurétt

Hlutverk fræðsluráðs er:

 • Að hafa faglega umsjón með málefnum bókasafns, grunnskóla, leikskóla, og tónlistarskóla og fylgjast með því að þær vinni að settum markmiðum, í samræmi við lög, reglugerðir og kjarasamninga og veiti góða þjónustu.
 • Að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu og markmið í fræðslu- og menntamálum fyrir bókasafn, grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla.
 • Að hafa eftirlit með því að stefna sveitarstjórnar á hverjum tíma í fræðslu- og menntamálum sé haldin
 • Að gera tillögur um úrbætur í þeirri starfsemi sem undir ráðið heyrir.
 • Að vinna að verkefnum í fræðslu- og menntamálum sem bæjarstjórn felur ráðinu.
 • Að vera bæjarstjórn að öðru leyti til ráðgjafar í fræðslu- og menntamálum.

Fræðsluráð Suðurnesjabæjar

Aðalmenn: 

 • Elín Björg Gissurardóttir, formaður 

 • Sverrir Rúts Sverrisson 

 • Jónína Magnúsdóttir 

 • Sigrún Halldórsdóttir 

 • Anna Sóley Bjarnadóttir 

 • Jóna María Viktorsdóttir, áheyrnarfulltrúi 

Varamenn: 

 • Eyþór Ingi Gunnarsson 

 • Karolina Krawczuk 

 • Elín Frímannsdóttir 

 • Sigurbjörg Ragnarsdóttir 

 • Ásta Guðný Ragnarsdóttir 

 • Úrsúla María Guðjónsdóttir 

Fulltrúi kennara: 

 • Jónína Hólm 

Varafulltrúi kennara: 

NN? 

Fulltrúi foreldra: 

 • Heiða Rafnsdóttir 

Varafulltrúi foreldra: 

 • Hjördís Ýr Hjartardóttir