Heimsóknir frá Brunavörnum Suðurnesja og Lions

Í dag komu fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja og Lionsklúbbi Sandgerðis með eldvarnarfræðslu fyrir nemendur 3. bekkjar. Farið var yfir  hve mikilvægt er að varast eld sérstaklega nú er hátíð ljóss og friðar gengur í garð með öllu sem því fylgir þ.e. jólaljósum og kertum. Nemendur fengu að prufa að sprauta vatni úr öflugri slöngu brunabílsins sem vakti mikla lukku hjá nemendum. Nemendur fengu að gjöf ýmislegt til fræðslu fyrir þá og foreldra þeirra m.a. litabók, endurskinsmerki, bókamerki og fræðslubæklinga. Nemendur voru ánægðir með heimsóknina og ætla að fræða fjölskyldu sína um eldvarnir þegar heim verður komið.