Nemendaráð

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Að hausti er kosið í nemendaráð úr hópi nemenda í 8. - 10. bekk. Hlutverk nemendaráðsins er að skipuleggja skemmtanir og annað félagsstarf á vegum skólans í samvinnu við félagsmiðstöðina Skýjaborg. En í Skýjaborg starfar einnig unglingaráð Skýjaborgar.

Nemendaráð eiga einnig að gæta hagsmuna nemenda og hlutverk þeirra er að vera trúnaðarmenn samnemenda sinna. Skólinn gerir þá kröfu til stjórnar nemendasáðs að í því sitji ábyrgir nemendur, sem sýni af sér góða hegðun, stundi námið vel og hafi góða skólasókn.

Í Nemendaráði skólaárið 2019-2020 sitja:  

10.bekkur

Birgir Olsen
Emilía Magndís Bjarkadóttir
Ester Grétarsdóttir
Steinþór Kristinn Stefánsson
Sunneva Rún Hlynsdóttir
Valur Þór Magnússon

 

9.bekkur

Elísabet Inga Björgvinsdóttir
Kristrún Blöndal

 

8.bekkur

Alexander Breki Baldursson
Alexander Freyr Andrésson
Alicja Íris Grochólska
Lísa María Erlendsdóttir