Heimanám

Heimanámsstefna skólans er sú að á yngsta stigi er ætlast til að nemendur lesi heima alla virka daga, önnur heimavinna er engin. Á miðstigi er einnig farið fram á daglegan lestur auk þess sem óunnin verkefni eða annað heimanám tengt námi nemenda fer heim með jöfnum stíganda upp skólastigið. Á elsta stigi má búast við að nemendur sinni heimanámi í einhverja stund daglega. Miðað er við að heimanám sé æfing eða ígrundun á fyrr innlögðu námsefni eða heimildavinna og að nemendur séu sjálfstæðir í sínu heimanámi. 

Heimanámsaðstoð er í boði skólaárið 2022-2023 fyrir nemendur í 6. - 10. bekk á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 14:00-15:00 í stofu 212. Þeir nemendur sem eru í vali á þessum tímum geta komið úr vali (með leyfi kennara) og fara svo aftur í val.