Fréttir & tilkynningar

26.11.2020

Barnasáttmáli

Nemendur í 6. bekk unnu með Barnasáttmálann í síðustu viku í tilefni af Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember sl. Við horfðum á Línu langsokk og ræddum saman hvernig væri ekki verið að virða barnasáttmálann í þeirri mynd. Út frá því ræddum við hver réttindi barnanna í skólanum okkar séu. Síðan gerðum við veggspjald sem heitir Barnasáttmálinn okkar.
26.11.2020

Appelsínugul viðvörun í gildi frá hádegi.

Í dag fimmtudaginn 26. nóvember er útlit fyrir slæmt veður upp úr hádegi. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól fyrir börnin en mikilvægt að foreldrar geri ráðstafanir, að börn verði sótt í skólann eða Skólasel þegar skóladegi lýkur, fyrr eða síðar ef það hentar betur. Símanúmer skólans er 425-3100 / Netföng: grunnskoli@sandgerdisskoli.is / ritari@sandgerdisskoli.is
23.11.2020

Starfsdagur miðvikudaginn 25. nóvember

Miðvikudaginn 25. nóvember nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað.