Ferskir vindar, óvænt og skemmtilegt.

Í Suðurnesjabæ hefur staðið yfir listaviðburðurinn „Ferskir vindar‟ og ber yfirskriftina „at the edge of the world‟ eða við jaðar heimsins þar sem 45 listamenn frá 18 löndum bæði vinna og sýna fjölbreytt listaverk. Listakonan Amber Nunn Khan sem kemur frá Hawaí sótti m.a. innblástur í verk sitt í jólatré sem nemendur í 3. bekk höfðu málað í glugga kennslustofu sinnar og er listaverkið staðsett á milli tónlistarskólans og bókasafns. Hún heimsótti nemendur og ræddi við þau og útskýrði fyrir þeim ferlið og efnisval verksins á mjög myndrænan hátt og voru nemendur mjög áhugasamir og spurðu spurninga. Hér fyrir neðan er ýtarlegri upplýsingar á viðburðinn sem stendur til 12. janúar.

Vefslóð á viðburð, smellið hér  Facebooksíða viðburðar