Samstarfs- og þróunarverkefni

Þróunarverkefni og áherslur í skólastarfinu 

Skólinn er stöðugt að fylgjast með því sem fram fer innan hans og ræðst til atlögu í endurbótum þar sem þurfa þykir hverju sinni. Þróunar og umbótastarf þarf að vinna markvisst og mikilvægt að velja viðfangsefni eftir þörfum. 

Skólaþróunin í Sandgerðisskóla snýst ekki einungis um afmarkaðar endurbætur í kennslu einstakra greina eða á afmörkuðu sviði skólastarfsins heldur þróun í hæfni skólans til þess að þróa sig, verða lærdómssamfélag og sinna nýsköpun. 

Í Sandgerðisskóla er unnið með þróunarverkefni í læsi (Byrjendalæsi), einelti og samskiptum (Kvan), Hugarfrelsi og núvitund (Hugarfrelsi), Nemendalýðræði, Uppeldi til ábyrgðar ásamt Sprotasjóðsverkefninu „Verkval á miðstigi“ í samstarfi við Félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis. Í skólanum er lögum samkvæmt viðhaft virkt sjálfsmat.