Foreldrafélag

Foreldrafélag er starfandi við Sandgerðisskóla. Um er að ræða fimm manna stjórn sem kosin er árlega.    

Í grunnskólalögum segir að við grunnskóla skuli starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. 

Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Lög Foreldrafélags Sandgerðisskóla

Starfsreglur Foreldrafélags Sandgerðisskóla

Foreldrafélag Sandgerðisskóla 2020-2021

Hannes Jón Jónsson, formaður hannes@sandgerdisskoli.is 

Eyþór Örn Haraldsson 

Elísabet Kolbrún Eckard 

Ólöf Ólafsdóttir