Allir eru JÓLÓ í Sandó ?

Jólastöðvar, jólamatur og jólasöngur Jólin hafa svo sannarlega tekið völdin hjá okkur í Sandgerðisskóla, en á föstudaginn sl. var hinn árlegi jólamatur. Í ár var boðið uppá kalkún, ís og jólaöl. Salurinn var jólaskreyttur og var spiluð jólatónlist. Undafarna morgna hafa nemendur og starfsfólk sungið saman jólalög á sal skólans, undir leiðsögn Óla Þórs. Í morgun var síðasti jólasöngurinn og fékk því Óli Þór 10. bekkinn til að koma upp á svið og stýra söngnum með sér. Með fréttinni fylgir skemmtilegt myndband af öllum nemendum syngja Snjókorn falla.  Smellið hér til að hlusta á söngin. Í Sandgerðisskóla hefur skapast hefð fyrir því að vera með jólastöðvar í aðdraganda jóla. Jólastöðvarnar eru fjölbreyttar og nemendum er skipt upp í hópa þvert á árganga frá 1. – 10. bekk. Í ár var allskonar föndur, kókoskúlugerð, slökun, leikir, spil, perlur og jólakortagerð. Á fimmtudaginn kl. 12:00 er jólaskemmtun hjá nemendum í 1. – 6. bekk  og á föstudaginn kl. 10:00 – 11:30, eru litlu jólin en þau enda á jólaballi, þar sem nemendur og starfsfólk dansa í kringum jólatréð.