Vegna fyrirhugaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Sandgerðisskóla

Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. Ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma mun röskun verða á skólastarfi þar sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla aðrir en kennarar, stjórnendur og félagsmenn BHM, VSFS og VSFK leggja niður störf.

Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi Sandgerðisskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur að:

1. - 4. bekkur mætir í skólann frá kl. 8:15 - 9:45

5. bekkur mætir í skólann frá kl. 10:05 – 11:25

6. bekkur mætir í skólann kl. 10:05 – 12:05 á mánudaginn en frá kl. 12:05 – 14:05 á þriðjudaginn.

7. bekkur mætir í skólann frá kl. 10:05 – 12:05

8. og 10. bekkur mætir í skólann frá kl.  8:55 - 12:05

9. bekkur mætir í skólann frá kl. 12:05 – 14:05 á mánudegi en frá kl. 09:00 – 12:05 á þriðjudag.

Samræmt próf í íslensku í 9. bekk er á áætlun 10. mars. Fyrirlögnin á ekki að raskast en ef breytingar verða munum við láta vita.

Hádegisverður verður ekki framreiddur þessa daga og Skólasel verður lokað.

Hefðbundin sund- og íþróttakennsla verður ekki þessa daga þar sem verkfall á við starfsmenn íþróttahúss. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Íþrótta- og sundkennarar munu sinna kennslu með öðrum hætti en venjulega.

Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að virða tímasetningar og ná í börnin sín á tilsettum tíma ef þau ganga ekki sjálf heim.

Vinsamlegast notið Mentor. til að tilkynna veikindi og eða sendið tölvupóst á grunnskoli@sandgerdisskoli.is ef þið þurfið leyfi fyrir nemendur þar sem ekki verður tekið á móti tilkynningum símleiðis.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með fréttum sunnudaginn 8. mars til að geta brugðist við á mánudagsmorgun ef til verkfalls kemur.

Athugið að í skólum Suðurnesjabæjar eru mismunandi aðstæður og skólar bregðast við á mismunandi hátt út frá stöðunni á hverjum stað.

Með kveðju, skólastjórn.