Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla

Öskudagur_10.bekkur
Öskudagur_10.bekkur

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Sandgerðisskóla á miðvikudaginn.

Nemendur komu saman á sal skólans þar sem bekkir tóku við viðurkenningum fyrir þátttöku í  Lestrarspretti. Á öskudeginum hefur verið hefð fyrir því að nemendur mæti í öskudagsbúningum en 10. bekkur sló í gegn eins og vanalega og mætti allur eins klæddur og að þessu sinni í körfuboltabúningum Reynis.

Frábær dagur í alla staði sem endaði með því að nemendur og starfsfólk dönsuðu saman. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá skemmtu allir sér vel.