Tannverndarvika

Tannverndarvika
Tannverndarvika

Árlega standa Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands fyrir tannverndarviku sem í ár ber upp á vikuna 3.-7. febrúar. Tilgangur vikunnar er að koma skilaboðum áleiðis til landsmanna um að huga vel að tannheilsu sinni. Í ár er áherslan lögð á súrar tennur auk neyslu orkudrykkja og sykurs. Sandgerðisskóli tók að sjálfssögðu þátt í tannverndarvikunni og var lögð sérstök áhersla á fræðslu og umræður henni tengdri í heimilisfræðitímum vikunnar og einnig rétta tannburstun. Börnin höfðu bæði gagn og gaman af fræðslunni og sköpuðust oft góðar og skemmtilegar umræður