Fréttir

Litaflokkað viðvörunarkerfi fyrir skólastarf

Markmið nýs litaflokkunarkerfis fyrir skólastarf er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi hér á landi. Litakóðinn tekur mið af almennri litaflokkun almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, „Covid-19 Viðvörunarkerfi“ sem kynnt hefur verið.
Lesa meira

Gjöf frá Slysavarnadeildinni Unu í Garði

Nemendur í 8. bekk fengu góða gjöf frá Slysavarnadeildinni Unu í Garði í dag. Nemendur fengu reykskynjara og bækling um eldvarnir heimila.
Lesa meira

Jólatréð í stofu stendur

Nemendur í 7. bekk settu í dag upp jólatréð á sal skólans eins og hefð er fyrir. Mikil gleði var hjá nemendum og var samvinna hjá þeim til fyrirmyndar.
Lesa meira

Óbreytt skipulag til 9. desember.

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við höldum áfram með óbreytt skipulag til 9. desember. Allar sömu sóttvarnaraðgerðir, hólfaskiptingar og takmarkanir og verið hafa undanfarið. Áfram við öll! Stjórnendur Sandgerðisskóla
Lesa meira

Kveikt á jólatrénu með nemendum Sandgerðisskóla

Í dag var kveikt á jólatrénu við Sandgerðisskóla. Vegna þeirra fjöldatakmarkanna sem er í gildi var ekki hefðbundin fjölskylduskemmtun að kvöldi til eins og fyrri ár, heldur var hátíðleg athöfn haldin með nemendum í 1. - 7. bekk í byrjun skóladags. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri ávarpaði nemendur og fékk til sín yngsta nemanda skólans, Arnar Snæ Helgason til að kveikja á jólatrénu. Í framhaldi mættu bræðurnir, Friðrik Dór- og Jón Jónssynir og skemmtu nemendum. Vegna fjöldatakmarkanna var skemmtunin tekin upp og sýnd nemendum á unglingastigi í þeirra heimastofum. Allir nemendur skólans fengu mandarínu og nammipoka í boði Suðurnesjabæjar.
Lesa meira

Barnasáttmáli

Nemendur í 6. bekk unnu með Barnasáttmálann í síðustu viku í tilefni af Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember sl. Við horfðum á Línu langsokk og ræddum saman hvernig væri ekki verið að virða barnasáttmálann í þeirri mynd. Út frá því ræddum við hver réttindi barnanna í skólanum okkar séu. Síðan gerðum við veggspjald sem heitir Barnasáttmálinn okkar.
Lesa meira

Appelsínugul viðvörun í gildi frá hádegi.

Í dag fimmtudaginn 26. nóvember er útlit fyrir slæmt veður upp úr hádegi. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól fyrir börnin en mikilvægt að foreldrar geri ráðstafanir, að börn verði sótt í skólann eða Skólasel þegar skóladegi lýkur, fyrr eða síðar ef það hentar betur. Símanúmer skólans er 425-3100 / Netföng: grunnskoli@sandgerdisskoli.is / ritari@sandgerdisskoli.is
Lesa meira

Endurskinsmerki að gjöf

Í vikunni fengu allir nemendur skólans endurskinsmerki að gjöf frá Björgunarsveitinni Sigurvon og ættu því að vera vel upplýstir í skammdeginu. Eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru við þetta tækifæri voru nemendur ánægðir með gjöfina og þakka björgunarsveitinni kærlega fyrir sig.
Lesa meira

Skipulag skólastarfs 23. nóvember til og með 1. desember

1.-4. bekk verður kennt skv. stundatöflu, þ.m.t. íþróttir, sund, verk- og listgreinar og frístund að skóla loknum til 16:00 fyrir þá sem þar eru. 5.-7. bekk verður kennt samkvæmt stundatöflum þ.m.t. íþróttir, sund, verkval og verk- og listgreinar með örlitlum breytingum, töflur þess efnis koma til þeirra sem það á við. 8.- 9. bekkur verður kennt samkvæmt töflu til 12:25 og þar verða áfram takmarkanir. 10. bekk verður kennt samkvæmt töflu til 12:45 og þar verða áfram takmarkanir.
Lesa meira

4. bekkur í göngutúr um nærumhverfi

4. bekkur nýtir hvert tækifæri þessa dagana til útiveru og að fræðast um nærumhverfið sitt. Í útiveru dagsins fengu allir nemendur endurskinsmerki frá Björgunarsveitinni Sigurvon, allir ættu því að sjást vel í göngutúrunum okkar. Við fórum yfir hvernig samspil sólar og jarðarinnar hafa áhrif á sólarganginn og að nú styttist í vetrarsólstöður og þá fer dagurinn að lengjast á ný. Framtíðar náttúrufræðingar fræddust um minkinn í fjörunni og væntanlegir eðlisfræðingar fleyttu kerlingar til að kanna stærð og stefnu krafts.
Lesa meira