Fréttir

Prjónakvöld

Nemendur í prjónavali á unglingastigi ákváðu að hittast að kvöldi til í skólanum í kósý stemningu, spjall og auðvitað prjóna saman. Frábær gæðakvöldstund.
Lesa meira

Sápu- baðsalts – og baðbombur

Nemendur í Sápu- baðsalts – og baðbombuvalinu hafa verið áhugasamir og duglegir að útbúa fjöldann allan af flottum sápum og baðbombum. Virkilega skemmtilegt val.
Lesa meira

Námsmaraþon er hafið hjá 7. bekk

Námsmaraþon er hafið hjá 7. bekk og eru nemendur spenntir fyrir deginum. Það er enn hægt að heita á þessa flottu nemendur. Kt:671088-5229, Rn: 0147-05-410302 Með fyrirfram þökk nemendur 7. bekkjar Sandgerðisskóla.
Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.
Lesa meira

Starfið hefur farið vel af stað hjá okkur hér í Sandgerðisskóla .

Starfið hefur farið vel af stað hjá okkur hér í Sandgerðisskóla . Í ljósi ástandsins í samfélaginu er aðalverkefni okkar að halda uppi daglegu skólastarfi fyrir nemendur frá morgni og fram eftir degi. Við sem vinnum hér í skólanum förum í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna sem gilda fyrir grunnskóla og leggjum þannig okkar af mörkum til að láta þetta ganga sem best. Engu að síður getur allt gerst og við erum viðbúin því.
Lesa meira

Íþróttadagur

Í dag var haldinn íþróttadagur í Sandgerðisskóla. Nemendur byrjuðu á að fara í skipulagða leiki úti ásamt elstu deild leikskólans. Síðan var haldin hin árlega fótboltakeppni starfsfólks við nemendur í 10. bekk. Með fréttinni fylgja skemmtilegar myndir af deginum.
Lesa meira

Tombóla – tombóla!

Krakkarnir í öðrum bekk héldu tombólu í dag þar sem nemendur og starfsmenn komu með dót að heiman sem var ekki lengur í notkun. Verkefnið tengist bók vikunnar sem heitir Stórhættulega stafrófið og fjallar um Fjólu sem gengur í hús og safnar dóti á tombólu.
Lesa meira

Áfram Ísland !

Í dag mættu nemendur og starfsfólk í skólann klædd Íslandslitunum í tilefni landsleiksins í dag. Sveindís Jane okkar er að keppa með landsliðinu í dag og vildu nemendur og starfsmenn senda henni og liðinu risa stuðningskveðju! Áfram Ísland! A landslið kvenna mætir Lettlandi í undankeppni EM 2022 á Laugardalsvelli í dag, fimmtudag, og hefst leikurinn kl. 18:45. A landslið kvenna mætir Lettlandi í undankeppni EM 2022 á Laugardalsvelli í dag, fimmtudag, og hefst leikurinn kl. 18:45.
Lesa meira

Dagur náttúrunnar

Í tilefni af Degi náttúrunnar sem er haldinn hátíðilegur 16. september ár hvert unnu nemendur í 1. bekk áhugaverð verkefni í tengslum við daginn. Margt var skoðað og rannsakað og voru nemendur duglegir að nýta sér þann efnivið sem í boði var.
Lesa meira

Skólastarf fer vel af stað hjá 1. bekk.

Fyrstu dagarnir okkar fóru í að kynnast kennslustofunni og að læra að vera saman í bekk. Einnig fórum við í vettvangsferð út í móa og tíndum ber. Sjá skemmtilegar myndir með fréttinni.
Lesa meira