Tilnefningar til Söguverðlauna 2021

Emilía Ósk í 7. bekk og Hafdís Sif í 5. bekk í Sandgerðisskóla sóttu námskeiðið Skapandi skrif sem haldið var af Gunnari Helgasyni leikara og rithöfundi sl. haust, ásamt öðrum nemendum úr 3. – 7. bekk í Sandgerðisskóla. Emilía Ósk og Hafdís Sif fengu tækifæri til að senda sögur sínar inn í krakkaruv.is og þær eiga möguleika á að fá sögur sínar birtar þar. Sögur þeirra voru tilnefndar til Söguverðlauna 2021  sem veitt verða á verðlaunahátíð þann 5. júní nk. í beinni útsendingu á RÚV. 

Sögur þeirra ásamt 18 öðrum sögum munu vera hluti af  Risastórum smásögum 2021, rafbók sem gefin verður út í júní af Menntamálastofnun. 

Þeir nemendur sem fegnu tilnefningu var einnig boðið að taka þátt í meistarabúðum þar sem nemendur fá tækifæri til að taka þátt í ritlistarsmiðjum með fleiri rithöfundum.  

Sandgerðisskóli óskar stúlkunum innilega til hamingju með þennan árangur.