Fréttir

Skólastarf 18. nóvember - 1. desember

Kæru foreldrar og forráðamenn. Næstu tvær vikurnar verður skólastarf nánast óbreytt frá því sem verið hefur undanfarnar vikur, það er skert stundatafla. Stundartöflur skerts skólastarfs halda sér sem og frístund þó munu nemendur á yngsta- og miðstigi nú fara í matsal og borða og grímuskylda þeirra fellur niður, þá mega þau einnig vera í breytilegum hópum svo lengi sem þeir verði undir fjöldaviðmiðum. Hvað varðar skólaíþróttir þá eru dagleg útivera með kennurum að koma í stað þeirra þessar tvær vikur eins og verið hefur. Vonir standa til að við tökum upp hefðbundnar stundatöflur að þessum tveimur vikum liðnum. Þá mun desember einnig bera þess merki að takmarkanir eru á skólastarfi þar sem jólaskemmtun verður rafræn og nemendur verða stigskiptir þegar kemur að uppbroti. Við höldum áfram að vinna þetta saman. Með okkar bestu kveðjum, Hólmfríður, Bylgja, Fríða og Margrét
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í ár fór lítið fyrir hátíðarhöldum í tilefni dags íslenskrar tungu eins og hefð er fyrir hér í Sandgerðisskóla. Við lesum þó og vinnum með tungumálið eins og okkur er framast unnt alla daga og ræddu kennarar um daginn við nemendur og upplestrar púltin fóru milli árganga.
Lesa meira

Bekkjarsáttmálar

Sandgerðisskóli starfar eftir hugmyndafræði uppeldi til ábyrgðar. Nemendur og starfsfólk skólans vinna ýmis verkefni tengd hugmyndafræðinni og má þar m.a. nefna bekkjarsáttmála, mitt og þitt hlutverk, sáttaleið og fleira. Hér má sjá myndir af bekkjarsáttmálum og nokkrum öðrum verkefnum frá þessu skólaári.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og lituðum við íslenska fánann í tilefni dagsins og skrifuðum eitt íslenskt orð/málsgrein sem hverjum og einum þótti fallegt, komu orð eins og ég elska þig, fallegt, fáni, takk fyrir, tala, rós o.fl. Lestrarsprettur lauk formlega í dag og stóðu nemendur sig frábærlega. Lesin voru 6420 mínútur sem er frábært og fengu hvolparnir 214 bein.
Lesa meira

„Upplifum ævintýrin saman“

Sunnudaginn 15. nóvember hvetja Barnaheill landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir (klukkan 9-21). Með uppátækinu viljum við vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.
Lesa meira

Göngutúr í fjöruna hjá 7. bekk

Í 7. bekk verður lögð áhersla á að vera með einhverskonar uppbrot alla daga í skertu skólastarfi. Í dag var farinn langur göngutúr og nemendur náðu í steina sem voru svo málaðir. Það er mikil gleði hjá nemendum og starfsfólki þrátt fyrir krefjandi tíma og grímunotkun.
Lesa meira

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Hér má lesa reglugerð um starfsemi dagforeldra, leik- og grunnskóla, frístundastarfs og tónlistarskóla í ljósi hertra sóttvarnarráðstafana. Einnig má sjá inn á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins samantekt með svörum við algengustu spurningum um skólastarf og COVID-19. Smellið hér til að fara inná heimasíðu Stjórnarráð Íslands.
Lesa meira

Gleði í 4. bekk við fingurprjón.

Nemendur í 4. bekk nutu sín við fingurprjón í verklegri kennslu í heimastofu í dag, góð samvinna og gleði í nemendum.
Lesa meira

Skipulag næstu daga

Skipulag næstu daga verður líkt starfinu í vor. Skólastarf verður skert, engar íþróttir eða sund en brotið upp á fjölbreyttan hátt í hverjum hóp eins og hægt er. Umsjónarkennarar munu senda ykkur stundatöflu sem gilda næst 2 vikur að öllu óbreyttu. Nemendur munu koma í hús á mismunandi tímum og biðjum við ykkur að virða tímasetningar og innganga bekkja, ekki verður hægt að taka á móti nemendum nema á þeim tíma sem skóladagur þeirra hefst. Matur frá Skólamat verður í bökkum og munu nemendur matast í heimastofum. Nemendur frá 5. bekk og upp í 10. bekk þurfa að nota grímur þegar þau koma og fara og þegar ekki verður hægt að viðhafa 2m fjarlægð í skólastarfinu. Við verðum með grímur við innganga. Hafragrautur verður ekki í boði næstu 2 vikur. Skólasel tekur við strax eftir skóla hjá yngstu nemendum og er opið til 15:00. Framlínustarfsmenn geta óskað eftir lengri dvöl. Við hvetjum ykkur til að halda hólfaskiptingu utan skóla, það er börnin ykkar umgangist aðeins (ef þarf) þá sem þeir eru með í hólfi í skólanum. Það mun minnka líkur á hópsmiti og auðvelda smitrakningu.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning!

Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í Sandgerðisskóla. Þá verður frí hjá nemendum og starfsfólk fer í að skipuleggja breytt skólastarf í ljósi hertari reglugerða vegna COVID-19. Enginn skóli hjá nemendum á mánudag! Kveðja, stjórnendur
Lesa meira