Nemendur í 1. bekk fengu að gjöf reiðhjólahjálma

Nemendur í 1.  bekk fengu að gjöf reiðhjólahjálma frá Eimskip og Kiwanishreyfingu Íslands. Reiðhjólahjálmur er mikilvægur öryggisbúnaður og til að gjöfin nýtist sem best og skili tilætluðum árangri er mikilvægt að nemendur noti hjálminn alltaf þegar þeir hjóla, leika sér á línuskautum, hlaupahjóli eða hjólabretti.

Við í 1. bekk þökkum kærlega fyrir okkur.