Fréttir

Nemendur 10. bekkjar á Skólaþingi

Nemendur 10. bekkjar fóru á Skólaþing í febrúar sl. Auk þess að heimsækja framhaldsskóla og RÚV. Nemendur voru alveg hreint frábærir á Skólaþingi, tóku störf sín þar af alvöru og ábyrgð, tóku ákveðna afstöðu í málum og dugleg að láta skoðanir sínar í ljós.
Lesa meira

Sandkorn 2020

Skólablaðið Sandkorn 2020 er komið á netið.
Lesa meira

Vorhátíð

Vorhátíð Sandgerðisskóla var haldinn í gær. Í ár mætti Friðrik Dór og sló hann algjörlega í gegn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Árshátíð 1. - 6. bekkjar

Árshátíð yngra stigs var stafræn þetta skólaárið. Hér má finna myndbönd frá nemendum í 1. – 6. bekk þar sem nemendur sömdu leikrit, dönsuðu og sungu. Í lok myndbandsins er kveðja starfsmanna til nemenda í 10. bekk. Njótið vel.
Lesa meira

Vorferð hjá 7. bekk

Miðvikudaginn 27. maí fór 7. bekkur í vorferðalag á Stokkseyri. Nemendur byrjuðu á því að heimsækja Draugasetrið og eftir það fengu þeir pizzuhlaðborð í Skálanum.
Lesa meira

10. bekkur Sandgerðisskóla í þriðja sæti í fjármálalæsi

Árgangar 10. bekkjar í þremur efstu skólunum fengu peningaverðlaun og var Sandgerðisskóli í þriðja sæti. Í tilefni dagsins kom Kristín Lúðvíksdóttir verkefnastjóri Fjármálafræðslu og veitti nemendum bókargjöf, ásamt viðurkenningum.
Lesa meira

Vordagur og skólaslit

Þriðjudagurinn 2.júní verður tvískiptur hjá nemendum. Vordagur fyrir hádegi eða frá kl.08:15 - 12:00 og svo skólaslit beint í framhaldi í kennslustofum kl. 12:00. Þar taka nemendur við vitnisburði sínum fyrir veturinn. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða ekki formleg skólaslit á sal skólans og foreldar ekki viðstaddir skólaslit að þessu sinni.
Lesa meira

Vorferð hjá 4.bekk

Á mánudaginn fór 4. bekkur í vorferð innanbæjar, nemendur gengu niður í Vörðu þar sem þeir fóru í leiki, óðu í gosbrunninum og grilluðu pylsur.
Lesa meira

Vorferð í Húsdýragarðinn og Sólbrekkuskóg.

Í síðastliðinni viku fóru nemendur í 3. bekk í vorferð í Húsdýragarðinn og Sólbrekkuskóg. Nemendur fengu að skoða flest dýrin og gáfu m.a. hænunum að borða. Þeim fannst þó flestum mest spennandi að sjá slönguna.
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga Sandgerðisskóla, veturinn 2020-2021 verður haldinn á morgun miðvikudaginn, 27. maí kl.14:00 - 15:00 á sal skólans.
Lesa meira