Hurðaskreytingakeppni

Í desember er haldin hurðaskreytingakeppni í Sandgerðisskóla þar sem nemendur og starfsfólk fá útrás fyrir sköpunargleði sinni. Mikil vinna er lögð í að setja hurðir skólastofanna í jólabúning.  Nemendaráð skólans gekk svo um og veitti viðurkenningar fyrir best skreyttu hurðarnar.  Með fréttinni fylgja myndir af lokaafurðinni….Sannarlega glæsilegt.