10.09.2014
Við í 1.HS og 1. ÍRJ fórum í berjamó um daginn og vorum svo heppin að fá gott veður. Mikið var tínt bæði í poka og í munninn og voru margir berjabláir í framan.
Lesa meira
09.09.2014
Náms- og starfsráðgjafi fór í síðustu viku í heimsókn í árganga skólans með kynningu á hlutverki náms og starfsráðgjafa og hvaða þjónustu þeir geta veitt.
Lesa meira
05.09.2014
Krissi lögga kom inn í 9. og 10. bekk í umsjónartíma í dag með forvarnafræðslu. Þar spjallaði hann við nemendur um skaðsemi áfengis og fíkniefna.
Lesa meira
04.09.2014
Setning Sandgerðisdaga, sérstaklega ætluð yngri kynslóðinni fór fram í Grunnskólanum miðvikudaginn 27. ágúst. Óli Þór, forseti bæjarstjórnar dró fána Sandgerðisdaga að húni með Ragnheiði Júlíu, yngsta nemanda skólans og Söndru Dís, elsta nemanda skólans, Sigrún, bæjarstjóri sagði nokkur orð og Ævar vísindamaður mætti í heimsókn.
Lesa meira
02.09.2014
4. bekkur eins og aðrir nemendur skólans hafa verið dugleg að nýta sér aparóluna sér til skemmtunar. Þau hins vegar tóku eftir því að við róluna væri mikið rusl og tíndu ruslið upp og komu því að viðeigandi stað.
Lesa meira
28.08.2014
Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri setti Grunnskólann í Sandgerði við hátíðlega athöfn, fimmtudaginn 21. ágúst. Þetta var í 76 sinn sem skólinn er settur á þeim stað sem hann stendur nú en skólasaga í Miðneshreppi nær mun lengra aftur í aldir.
Lesa meira
15.08.2014
Innkaupalistarnir eru komnir á heimasíðu. Einnig hefur skóladagatalið verið uppfært.
Smellið HÉR til að nálgast listana .
kv starfsfólk.
.
Lesa meira
06.08.2014
Grunnskólinn í Sandgerði verður lokaður miðvikudaginn 6. ágúst vegna útfarar okkar elskulegu Fríðu Birnu Andrésdóttur.
.
Lesa meira
18.06.2014
Sumarfrí nemenda hófs að loknum skólaslitum og útskrift
nemenda 5. júní, kennarar og annað starfsfólk hefur einnig verið að hefja sitt
sumarleyfi eitt af öðru.
Lesa meira
18.06.2014
runnskólinn í Sandgerði fékk á dögunum góða bókagjöf frá
Reykjanes jarðvangi eða Reykjanes Geopark. Á ferðinni voru Selma Hrönn
Maríudóttir höfundur bókanna um Glingló, Dabba og Rex og Eggert Sólbert
Jónsson, verkefnisstjóri hjá Reykjanes Geopark með bekkjarsett af nýju bókinni.
Eitt af verkefnum jarðvangsins er að kynna það sem Reykjanesskaginn
hefur uppá að bjóða fyrir yngstu kynslóðinni.
Lesa meira