25.09.2014
Við í 2. SFÞ og 2. KGÓ fórum í vettvangsferð í fjöruna. Tilgangur ferðarinnar var að sjá Straumönd, en við erum einmitt að skoða og kynnast henni í náttúrufræði.
Lesa meira
22.09.2014
Kæru foreldrar
SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga sem hér segir:
Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar.
Lesa meira
22.09.2014
Samræmdu prófin í 4., 7. og 10. bekk verða lögð fyrir nemendur þessa vikuna í Grunnskólanum í Sandgerði eins og um allt land. Nemendur mæta eftirfarandi daga í prófin og fara einungis í prófin eins og kemur fram hérna að neðan.
10.
Lesa meira
21.09.2014
Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir úr 10. BB fór með ÍF (íþróttasambandi fatlaðra) til Antverpen í Belgíu að keppa í sundi á Special Olympics 2014.
Lesa meira
19.09.2014
Fjórtándi alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 24. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum Holl mjólk og heilbrigðir krakkar.
Með deginum vill Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna.
Lesa meira
18.09.2014
7. bekkur er á fullu í námsmaraþoni en þau ætla að læra í 12 tíma. Þau söfnuðu áheitum því þau eru að safna pening fyrir ferðina í skólabúðirnar á Reykjum.
Þau nota meirihlutann af tímanum við að æfa sig fyrir samræmdu prófin en einnig brjóta þau daginn upp með því t.d.
Lesa meira
17.09.2014
Valið er komið á fullt í grunnskólanum. Valið er fyrir 9. og 10. bekk þar sem nemendur geta valið mismunandi fög sem eru oft tilbreyting frá hinnum hefðbundnu fögum.
Lesa meira
16.09.2014
Miðvikudaginn, 10. september tók Grunnskólinn í Sandgerði þátt í Norræna Skólahlaupinu. Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur og starfsfólk skólanna til aukinnar hreyfingar.
Nemendur og starfsfólk skólans hljóp samtals 954km.
Hér er hægt að sjá myndir af krökkunum.
Lesa meira
12.09.2014
Lestrarátak grunnskólans er í fullum gangi þessa dagana. Átakið byrjaði síðasta mánudag og stendur í þrjár vikur eða til 26. september.
Lesa meira
11.09.2014
Góð mæting var á foreldrafund miðstigs síðastliðin þriðjudag. Kennarar 5. og 6. bekk fóru vel yfir helstu áherslur í náminu, agastefnuna uppeldi til ábyrgðar og hvernig samskipti og þátttaka foreldra getur skipt sköpum.
Foreldrar þarfagreindu sig og fóru yfir hvert væri þeirra hlutverk og hvert væri hlutverk kennara er kemur að skólagöngunni.
Skemmtilegur og fjölmennur fundur.
Takk fyrir komuna foreldrar
Mitt og þitt hlutverk
.
Lesa meira