Fréttir

Heilsuvika í Sandgerði

Heilsuvika er nú haldin í Sandgerði þriðja árið í röð.  Grunnskólinn í Sandgerði tekur að sjálfsögðu fullan þátt í vikunni.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf - Fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinginn

Sigga Dögg, kynfræðingur, mun koma í Grunnskólann í Sandgerði á fimmtudaginn kl. 20.00 og ræða við forledra um hvernig megi ræða við unglinga um kynlíf, einnig spjalla um kynhegðun, kynlíf unglinga og mörg mál sem koma upp og svarar einnig spurningum. Sigga Dögg mun koma í skólann um morguninn og ræða við nemendur, stráka sér og stelpur sér, í unglingadeild. Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst.
Lesa meira

Heilsuvika í Sandgerði - Allir út að ganga í dag

Heilsuvikan í Sandgerði er í fullum gangi og tekur Grunnskólinn virkan þátt í henni. Í gær fóru nemendur í stólaleikfimi og í dag var farið í göngutúr í góða veðrinu.
Lesa meira

Lestrarátakslok

Lokahátíð lestrarátaksins fór fram á sal skólans fimmtudaginn 26. febrúar.  Nemendur mættu með höfuðböndin sín á sal, dönsuðu indíánadans og skemmtu sér konunglega.  Síðan afhendu umsjónarakennarar viðurkenningar fyrir framfarir og áhugasemi og dugnað. Lestrarátakið tókst mjög vel, langflestir náðu að bæta sig í lestri og voru duglegir að lesa bæði heima og í skólanum.
Lesa meira

Fylgist með veðurfréttum

Á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar, upp úr hádegi spáir mjög slæmu veðri. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól fyrir börnin en mikilvægt að foreldrar geri ráðstafanir, að börn verði sótt í skólann þegar skóladegi lýkur, fyrr eða síðar ef það hentar betur.
Lesa meira

Lestrarátakslok

Fimmtudag 26. febrúar kl. 10.25 eru lestrarlokshátíð á sal.  Þá koma allir nemendur saman með höfuðskrautin sín, skemmta sér saman og veittar verða viðurkenningar fyrir árangur og ástundun lestrarnáms.    .
Lesa meira

Öskudagurinn

Eins og lög geta ráð fyrir var öskudagurinn tekinn með stæl í Grunnskólanum í Sandgerði. Nemendur jafnt sem starfsfólk mættu í skrautlegum og skemmtilegum búningum, allt eftir höfði hvers og eins.
Lesa meira

Endurskinsmerki og öruggtsæti sæti í bílnum

Á undanförnum árum hefur athyglisverður árangur náðst í umferðaröryggismálum. Það má þó aldrei slaka á þó vel hafi tekist til og því er mikilvægt að benda á tvö atriði sem tengjast öryggi barna okkar í umferðinni. Þrátt fyrir að nú sé daginn tekið að lengja er enn myrkur þegar börn á skólaaldri eru á ferðinni.
Lesa meira

PISA prófið

Nemendur í 10. bekk munu þreyta svokallað PISA próf 23. mars næstkomandi. PISA stendur fyrir Programme for International Student Assessment og er styrkt af Efnahags og framfarastofnuninni (OECD).
Lesa meira

Æfingin skapar meistarann - Endurvinnsla og súpugerð

Krakkarnir í 2. bekk (grænir) hafa verið að kynna sér hvernig má flokka ruslið og ekki þarf  að henda öllu í ruslapokann. Það er margt sem má endurvinna og endurnýta.
Lesa meira