Fréttir

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnnar

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í skólanum, fimmtudaginn 12. mars. Nemendur í 7. bekk hafa verið við æfingar frá því í haust og var þetta lokapunktur keppninnar innan skólans.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg, kynfræðingur kom í skólann og kjaftaði um kynlíf við nemendur í 9. og 10. bekk, fimmtudaginn, 5. mars. Hún hitti stúlkur og drengi í aðskildum hópum þar og fór um víðan völl í umfjöllun sinni um kynlíf.
Lesa meira

Vinaliðaverkefni í Grunnskólanum í Sandgerði

Vinaliðaverkefnið er að hefja göngu sína í skólanum okkar á næstu vikum. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur það verið starfrækt í hundruðum skóla þar síðast liðin ár.  Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.
Lesa meira

Snjókarlafjör í frímínútum

Mikið fjör var í frímínútum í dag enda var hið besta vetrarverður, nýfallinn snjór, logn og hiti yfir frostmarki. Myndir af nemendum í 5.
Lesa meira

Svanfríður Árný íþróttamaður ársins 2014

Tveir nemendur Grunnskólans í Sandgerði voru tilnefndir sem íþróttamaður ársins í Sandgerði 2014. Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondomaður, nemandi í 8.
Lesa meira

Heilsuvika í Sandgerði

Heilsuvika er nú haldin í Sandgerði þriðja árið í röð.  Grunnskólinn í Sandgerði tekur að sjálfsögðu fullan þátt í vikunni.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf - Fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinginn

Sigga Dögg, kynfræðingur, mun koma í Grunnskólann í Sandgerði á fimmtudaginn kl. 20.00 og ræða við forledra um hvernig megi ræða við unglinga um kynlíf, einnig spjalla um kynhegðun, kynlíf unglinga og mörg mál sem koma upp og svarar einnig spurningum. Sigga Dögg mun koma í skólann um morguninn og ræða við nemendur, stráka sér og stelpur sér, í unglingadeild. Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst.
Lesa meira

Heilsuvika í Sandgerði - Allir út að ganga í dag

Heilsuvikan í Sandgerði er í fullum gangi og tekur Grunnskólinn virkan þátt í henni. Í gær fóru nemendur í stólaleikfimi og í dag var farið í göngutúr í góða veðrinu.
Lesa meira

Lestrarátakslok

Lokahátíð lestrarátaksins fór fram á sal skólans fimmtudaginn 26. febrúar.  Nemendur mættu með höfuðböndin sín á sal, dönsuðu indíánadans og skemmtu sér konunglega.  Síðan afhendu umsjónarakennarar viðurkenningar fyrir framfarir og áhugasemi og dugnað. Lestrarátakið tókst mjög vel, langflestir náðu að bæta sig í lestri og voru duglegir að lesa bæði heima og í skólanum.
Lesa meira

Öskudagurinn

Eins og lög geta ráð fyrir var öskudagurinn tekinn með stæl í Grunnskólanum í Sandgerði. Nemendur jafnt sem starfsfólk mættu í skrautlegum og skemmtilegum búningum, allt eftir höfði hvers og eins.
Lesa meira