Fréttir

2. bekkur í berjamó

"Í dag ákváðum við í 2. bekk að nýta góða veðrið í að fara í berjamó. Það kom í ljós að nánast engin ber var að finna en í ljósi þess að mikið sást af fjólubláum skellum út um allt, komumst við að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir berjaleysinu væri sú að fuglarnir hafi borðað öll berin.
Lesa meira

Skertur dagur föstudaginn 30. ágúst / / pizzuveisla í boði fyrir alla nemendur

Föstudaginn 30. ágúst er tilbreytingadagur í skólanum. Nemendur mæta í skólann kl.10:00 og taka þátt í fjölbreyttum leikjum utandyra.
Lesa meira

Athugið, breyttan afgreiðslutíma á hafragrautnum, núna alla morgna frá kl.08:00 - 08:45

Við viljum minna á hafragrautinn góða sem stendur öllum nemendum til boða kostnaðarlaust alla morgna frá 08:00 -08:45. Með grautnum eru rúsínur, kanilsykur, möndlur, kanill og einnig er hægt að fá sér lýsi. Endilega hvetjið börnin ykkar til að nýta þennan staðgóða morgunmat J Með góðum kveðjum, Hólmfríður skólastjóri   I´d like to remind you about our porridge which students can get for free every morning between 08:00 and 08:45.
Lesa meira

Skólasetning 2019

Formlegt skólastarf nemenda við Sandgerðisskóla hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta til skólasetningar á sal skólans kl.10:00 Allir velkomnir ! Foreldrar og forráðamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta með börnum sínum.    .
Lesa meira

Sumarlokun Sandgerðisskóla

Sandgerðisskóli verður lokaður frá og með föstudeginum 21. júní. Opnum aftur miðvikudaginn 7. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22.
Lesa meira

Sumarlestur - Hvað ert þú að lesa?

Sumarlestur bókasafnins er nú hafinn og hvetjum við alla að vera duglega að lesa í sumar. Allir nemendur í 1. - 5. bekk fengu lestrardagbók með sér heim fyrir frí en þeir sem ekki eru enn komin með lestrardagbókina geta nálgast hana á bókasafninu.
Lesa meira

Skólaslit Sandgerðisskóla

Skólaslit Sandgerðisskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 4. júní s.l. Skólaslitin voru tvískipt að þessu sinni, 1.
Lesa meira

Vordagar

Hefð hefur myndast í Sandgerðisskóla að foreldrafélagið grilli pylsur og bjóði upp á aðkeypt atriði fyrir nemendur í lok skólaárs. Í ár mættu BMX brós og skemmtu krökkunum í æðislegu veðri. [gallery ids="14511,14514,14515,14517,14512,14518,14519,14520,14522,14525,14523,14526,14524,14529,14527,14528,14530,14531,14532,14533,14534,14535,14536,14537,14538,14539,14540,14541,14516,14542,14544,14548,14546,14547"]      
Lesa meira

Nýjar skólapeysur

Nú á vormánuðum lét Nemendaráð Sandgerðisskóla framleiða nýjar skólapeysur. Öllum nemendum skólans ásamt starfsfólki bauðst að kaupa þær og voru viðtökurnar framar björtustu vonum.
Lesa meira

Sandgerðisskóli 80 ára starfsafmæli að Skólastræti 1

Föstudaginn 31. maí var haldið uppá 80 ára starfsafmæli Sandgerðisskóla við Skólastræti 1. Á sýningunni voru gömul kennslugögn, bókarkynningar og eldri verk fyrrum nemenda til sýnis.
Lesa meira