- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Göngum í skólann í okkar skóla
Sandgerðisskóli hefur nú þegar verið skráður til leiks í verkefninu, Göngum í skólann sem sett verður á morgun föstudaginn 5. september. Við hvetjum alla til þess að taka þátt. Hugmyndin er að vera með ýmsar uppákomur þann mánuð sem Göngum í skólann stendur yfir, einnig hvetjum við ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.
Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Verum endilega opin fyrir þessu og jákvæð og nýtum haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is
Gangi ykkur vel !
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is