Söngur - Vinátta - Leikir

Kórastarf skólans er að fara á fullt og viljum við hvetja alla sem elska að syngja í góðum hóp að vera með okkur í vetur. 

Við ætlum að syngja popp lög, söngleikjalög, þjóðlög og fleira úr ýmsum áttum, ásamt því að syngja í míkrafón fyrir þá sem vilja prófa.  Einnig fá kórmeðlimir að hafa áhrif á lagaval og þá finnum við eitthvað skemmtilegt í sameiningu. Kórinn mun svo fara á tvö stór kóramót eftir áramót.

Kóræfingar yngri kórs (2.- 4. bekkur) verða á mánudögum kl.13:15.  

Kóræfingar eldri kórs (5.-10. bekkur) verða á þriðjudögum kl.14:15

Skráning er hafin hjá Ingu ritara eða hjá Sigurbjörgu kórstjóra og verður fyrsta æfing mánudaginn 1. september.

Skólakórinn heldur úti Facebook síðu (skólakór sandgerðisskóla)  nýir meðlimir geta beðið um aðgang.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Hlökkum til að sjá ykkur

Með söngkveðju,

Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, kórstjóri,  sigurbjorg.h@sandgerdisskoli.is og 

Elsa Marta Ægisdóttir, elsa.marta@sandgerdisskoli.is