Tengjumst í leik- námskeið fyrir foreldra

Námskeið á vegum Föruneyti barna hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og heitir Tengjumst í leik (e. Invest in play) fyrir alla foreldra í Suðurnesjabæ. Tvö námskeið verða í boði, annað námskeiðið hefst kl.14:00 í Grænuborg en hitt kl.16:00 í Gerðaskóla. Þau eru bæði á fimmtudögum og hefjast 11. september og lýkur 27. nóvember. Foreldrar velja námskeið og staðsetningu eftir því sem þeim hentar, óháð skólahverfi og aldri.

Tengjumst í leik er sannprófað námsefni fyrir foreldra og forsjáraðila og miðar að því að styðja við fjölskylduna á heildrænan hátt. Rannsóknir sýna að börn sem eiga foreldra sem hafa setið námskeiðið sýna aukna samvinnu, gengur betur í námi og hegðunaráskoranir heima og í leik- eða grunnskóla minnka til muna. 

Nokkur reynsla er komin á námskeiðið í öðrum sveitarfélögum og foreldrar hafa upplifað:

🌟Aukna náms-, félags- og tilfinningahæfni hjá börnunum sínum.

🌟Verkfæri til að takast á við daglegar áskoranir í uppeldinu.

🌟Að dregið hafi úr hegðunarörðuleikum. 

Námskeiðið hefur hjálpað fjölskyldum að byggja samvinnu og ró á heimilinu og við trúum að það gæti líka gert ótrúlega góða hluti fyrir ykkur! Við hvetjum foreldra til að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

Smelltu hér til að skrá þig.

Nánari upplýsingar hér