Fréttir

Áfram Ísland - 9.ÖÆH kom saman að horfa á handboltann

9. ÖÆH kom saman og horfðu á landsleik Íslands og Spánar í skólanum á fimmtudaginn var. Myndaðist góð stemning yfir leiknum og skemmtu strákarnir og kennari sér vel þó svo að úrslitin hefðu mátt vera betri fyrir okkur Íslendinga.
Lesa meira

Stærðfræði í 9. bekk

Nemendur í 9. bekk BB eru nú að vinna með rými í stærðfræði. Þau eru að læra um rúmmál og yfirborðsflatarmál. Myndirnar sýna þegar nemendur voru í hópavinnu og reiknuðu rúmmál og yfirborðsflatarmál strendinga sem þau voru með fyrir framan sig. Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir. .
Lesa meira

Námskeið í Sandgerði.

Á vorönn verða ýmis námskeið í boði fyrir börn og unglinga í Sandgerði, skáning er hafin á fyrstu námskeiðin;   Tækni-Legónámskeið hefst 16.
Lesa meira

Fjölbreytt og skemmtilegt skólastarf í desember

Desembermánuður er einn skemmtilegasti tími ársins. Skólafólk tekst þá á við afar fjölbreytt verkefni sem gleðja jafnt nemendur sem og starfsfólk skólans. Námsmat Nemendur þreyttu formleg próf og kennarar mátu hæfni þeirra, leikni, árangur og framfarir sem nemendur fengu síðan upplýsingar um í vitnisburði sínum á litlu jólunum. Heimsóknir; fræðsla, upplestur og forvarnir Nokkrir gestir kíktu við hjá okkur í skólanum í desember. Gunnar Helgason kom og las upp úr bók sinni Rangstæður í Reykjavík.
Lesa meira

Gleðileg jól

Jólaleyfi Grunnskólans í Sandgerði hefst 23. desember. Nemendur mæta aftur að loknu jólaleyfi mánudaginn 6.janúar 2014, samkvæmt stundaskrá.  Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira

Jólasamvera

Jólasamvera verður föstudaginn 20.desember hjá nemendum í 1. - 10.bekk. Nemendur mæta í sínar umsjónarstofur kl.10:00. Hátíðarmatur verður framreiddur á sal skólans  kl.11:15.
Lesa meira

Forritum og meira um Comenius

Við í grunnskólanum í Sandgerði höfum verið að læra að forrita í nokkrum árgöngum í vetur. Til þess höfum við notað forritið Alice þar sem að sett er upp með „drag and drop“ umhverfi þar sem hægt er að forrita t.d.
Lesa meira

,,Lærum af fortíðinni og horfum til framtíðar“

Grunnskólinn í Sandgerði er í tveimur spennandi Comeniusar verkefnum þessa stundina. Annað verkefnið er samstarfsverkefni fimm skóla frá fimm löndum.
Lesa meira

JÓLABINGÓ

Þá er komið að hinu árlega jólabingói 9.bekkjar. Bingóið verður haldið þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 19:00 á sal Grunnskólans.
Lesa meira

Jólabakstur í 1. - 5. bekk.

Krakkarnir í 1.-5. bekk hafa undanfarna daga verið að baka jólakökurnar sínar. Það hefur verið gaman hjá okkur. Við höfum hlustað á jólatónlist og rætt um jólin.
Lesa meira