Fréttir

112 dagurinn – Kynning frá Neyðarlínunni

Í tilefni 112 dagsins í dag komu tveir fulltrúar frá Neyðarlínunni með kynningu á starfsemi Neyðarlínunnar fyrir 7. -10. bekk. Nemendur fylgdust vel með og margt fróðlegt sem kom fram um verksvið starfsmanna, fyrstu viðbrögð á slysstað, hvernig símtöl eiga að vera til Neyðarlínunnar, mikilvægi skyndihjálpar og margt fleira.
Lesa meira

Tannlæknar heimsóttu 10. bekkinn

Fjórir tannlæknar, sem hver og einn lærði i sitthvoru landinu, heimsóttu 10. bekkinn í dag. Krakkarnir fengu góðu kennslu í umhirðu tanna sinna og mikilvægi þess.
Lesa meira

Heimsókn í smiðju

Mánudaginn 3. febrúar, kom til okkar í heimsókn listamaður í tilefni af degi myndlistar (www.dagurmyndlistar.is). Kristín Rúnarsdóttir kom til okkar í 8.
Lesa meira

Starfsgreinakynning mánudaginn 3. febrúar.

Starfsgreinakynning var haldin á mánudaginn 3. febrúar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þar voru fulltrúar frá um 60 starfsgreinum að kynna þeirra starfsgreinar fyrir elstu nemendur allra grunnskólana á Suðurnesjum.
Lesa meira

Fundur skólaráðs Grunnskólans í Sandgerði

Skólaráð hittist á fyrsta fundi þessa árs þriðjudaginn 28. janúar síðastliðinn og voru rædd eftirfarandi mál: 1. Mál Námsmat – Ný aðalnámskrá 2. Mál Hafragrautur í skólanum 3. Mál Skjöldur – jákvæð samskipti og forvarnir gegn einelti 4. Mál Forvarnir 5. Mál Jafnréttisáætlun GS - kynnt 6. Mál Skóladagatal 2014-2015 – drög 7. Mál Skólastefna – íbúafundur Önnur mál Hægt er að sjá fundargerðina hérna á heimasíðunni undir „Nefndir og ráð“ Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.
Lesa meira

HAFRAGRAUTUR – HAFRAGRAUTUR – HAFRAGRAUTUR

Miðvikudaginn 5. febrúar   Nú ætlum við að bjóða upp á hafragraut á morgnana frá kl. 07:55-08:15. Sandgerðisbær ætlar til að byrja með að bjóða nemendum upp á þennan holla og góða morgunmat.
Lesa meira

Fjör hjá 8. AKE í náttúrufræði – eðlismassi mældur

8. AKE er í eðlisfræðihlutanum sínum í náttúrufræðinni. Þar er verið að vinna með bókina Kraftur og Hreyfing. Þennan verklega tíma var hópur að finna út eðlismassa hluta þar sem þau mældu massa og reiknuðu út rúmmál hans.
Lesa meira

Starfsgreinakynning

Nú fer að líða að starfsgreinakynningunni sem námsráðgjafar á Suðurnesjum hafa verið að undirbúa ásamt verkefnisstjórum frá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Íbúafundur um skólastefnu Sandgerðisbæjar

Boðað er til íbúafundar um skólastefnu Sandgerðisbæjar í Grunnskólanum í Sandgerði miðvikudaginn 29. janúar 2014 kl. 18:00. Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á þennan vinnufund þar sem fólki gefst tækifæri til að hafa áhrif á stefnu bæjarins í skólamálum. Við hvetjum alla sem vilja hafa áhrif á skólastarfið til að mæta á fundinn - saman gerum við gott betra.  Þeir sem vilja kynna sér þá vinnu sem þegar hefur farið fram er bent á PDF skjal sem er að finna hérna. Fræðsluráð Sandgerðisbæjar.
Lesa meira

Skákdagurinn 2014 -- upp með taflborðin!

Friðrik í fjöltefli á skákdaginn 2013 Skákdagurinn 2014 ber upp á sunnudaginn 26. janúar, afmælisdag Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslandinga, og er haldinn honum til heiðurs.
Lesa meira