- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í seinustu viku fóru nemendur úr verkstæðisvali Sandgerðisskóla í heimsókn á verkstæði bílaleigunnar BLUE í Reykjanesbæ. Vel tekið á móti nemendum og fengu þeir m.a. að skoða bílaverkstæði, dekkjaverkstæði,sprautuverkstæði og rúðuverkstæði. Nemendur fengu að fylgjast með og leiðsögn í því hvernig olíuskipti á bílum fara fram, hvaða verkfæri eru notuð og hvað ber að hafa í huga varðandi öryggi á vinnusvæðum. Einnig fengu nemendur tækifæri á að fylgjast með því þegar skipt var um framrúðu á bíl. Heimsóknin var fræðandi, áhugaverð og gagnleg.
Við þökkum Blue bílaleigu kærlega fyrir að taka vel á móti nemendum skólans.


|
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is