Samskiptadagur fimmtudaginn 29. janúar

Fimmtudaginn 29. janúar er samskiptadagur í Sandgerðisskóla. Markmið með samskiptadegi er m.a að foreldrar, nemandi og kennari ræði saman um náms- og félagslega stöðu nemandans og að tekin sé sameiginleg ákvörðun um næstu markmið hans.

Foreldrar/forráðamenn bóka viðtalstíma í gegnum Mentor. Opnað verður fyrir bókanir mánudaginn 26. janúar og þarf að vera búið að bóka viðtal fyrir lok dags 27. janúar. Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum.

Þeir foreldrar/forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, hafa samband við skrifstofustjóra skólans í síma 425-3100 eða á netfangið ritari@sandgerdisskoli.is 

Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið.

Skólasel og Skýið er opið frá kl. 08:15 fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar. Enginn hafragrautur er í boði á samskiptadegi.