Fréttir úr skólastarfinu

Óveður í aðsigi.

Óvenju slæm veðurspá gildir frá því um miðjan dag í dag, þriðjudag og fram á morgundaginn.  Af þeim sökum er óskað eftir því að foreldrar sjái til þess að börn þeirra í grunnskólum og leikskólum [...]

Tilkynning

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn (þriðjudag) og miðvikudag. Við viljum biðja ykkur foreldra að huga vel að veðrinu þegar skóladegi lýkur og koma og sækja börnin ykkar ef þarf. Þegar [...]

Líf og fjör hjá skólakór Sandgerðisskóla

Í desember er mikið um að vera hjá skólakór Sandgerðisskóla. Stífar æfingar hafa verið hjá kórnum frá því í nóvember, þ.e. fyrir verkefni kórsins á aðventunni. Á sunnudaginn syngur kórinn á aðventutónleikum í Sandgerðiskirkju kl.17.00 [...]

Jólahurðasamkeppni Sandgerðisskóla

Hefð hefur myndast fyrir því í Sandgerðisskóla að nemendur og starfsmenn skreyti hurðar skólans. Skólinn fer í hátíðarbúning við tilefnið, mikill metnaður er hjá nemendum og ekki síður hjá starfsfólki. Nemendaráð veitir viðurkenningar fyrir flottustu [...]

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Sandgerðisskóla er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.