Fréttir úr skólastarfinu

Frábær þátttaka í sumarlestri 😊

Sumarlestur bókasafnsins var á sínum stað líkt og síðustu ár. Mjög góð þátttaka var þetta árið en hátt í 60 börn skráðu sig til leiks í upphafi sumars. Yfir 30 börn skiluðu skráningarheftum á bókasafnið [...]

Útivistartími

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að [...]

Sandgerðisdagar

Í dag var óhefðbundinn dagur í Sandgerðisskóla vegna Sandgerðisdaga. Elsti og yngsti nemandi skólans drógu fána Sandgerðisdaga að húni ásamt Magnúsi bæjarstjóra og Hólmfríði skólastjóra að því loknu komu nemendur saman á sal þar sem [...]

2. bekkur í berjamó

"Í dag ákváðum við í 2. bekk að nýta góða veðrið í að fara í berjamó. Það kom í ljós að nánast engin ber var að finna en í ljósi þess að mikið sást af [...]

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Sandgerðisskóla er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.