Fréttir & tilkynningar

22.09.2020

Námsmaraþon er hafið hjá 7. bekk

Námsmaraþon er hafið hjá 7. bekk og eru nemendur spenntir fyrir deginum. Það er enn hægt að heita á þessa flottu nemendur. Kt:671088-5229, Rn: 0147-05-410302 Með fyrirfram þökk nemendur 7. bekkjar Sandgerðisskóla.
22.09.2020

Útivistartími barna og unglinga

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.
21.09.2020

Starfið hefur farið vel af stað hjá okkur hér í Sandgerðisskóla .

Starfið hefur farið vel af stað hjá okkur hér í Sandgerðisskóla . Í ljósi ástandsins í samfélaginu er aðalverkefni okkar að halda uppi daglegu skólastarfi fyrir nemendur frá morgni og fram eftir degi. Við sem vinnum hér í skólanum förum í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna sem gilda fyrir grunnskóla og leggjum þannig okkar af mörkum til að láta þetta ganga sem best. Engu að síður getur allt gerst og við erum viðbúin því.