Fréttir úr skólastarfinu

Ólympíuhlaup Sandgerðisskóla

Í dag tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk skólans [...]

Villi vísindamaður og Linda teiknari heimsóttu 3. og 4. bekk

Villi vísindamaður og Linda teiknari heimsóttu 3. og 4. bekk  og fræddu nemendur um hvernig á að skrifa og myndskreyta sögur. Óhætt er að segja að þau hafi slegið algjörlega í gegn! Vilhelm Anton Jónsson [...]

Verkval Snjallir Krakkar

Síðustu átta vikur hafa nemendur á miðstigi í Sandgerðisskóla verið í verkvali á þriðjudögum og fimmtudögum. Eitt val sem er í boði er Snjallir Krakkar. Þar fengu nemendur að fá smjörþefinn af forritun þar sem [...]

Hljómsveitarval

Þá er fyrsti hópurinn af fjórum búinn að klára sex vikur í hljómsveitarvali. Nemendur fengu að kynnast því að spila í hljómsveit og að syngja. Einnig fengu nemendur að kynnast hinum ýmsum hljóðfærum, t.d. rafmagnsgítar, [...]

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Sandgerðisskóla er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.