Fréttir úr skólastarfinu

Vísindaveisla í Sandgerði

Von er á Háskólalestinni til okkar í skólann 12. maí og svo tekur Vísindaveisla við 13. maí. Vísindaveislan er opin fyrir alla. Fjölmennum og kynnumst spennandi heimi tækni og vísinda.

Páskaleyfi

Föstudagurinn 7.apríl er síðasti skóladagur nemenda fyrir hefðbundið páskaleyfi. Skólahald hefst að nýju samkvæmt stundatöflu föstudaginn 21.apríl Við viljum benda á að Skólasel er lokað 7.apríl. Sjá skóladagatal 2016-2017 https://sandgerdisskoli.is/wp-content/uploads/2016/11/skoladagatal-2016-2017.pdf Við óskum ykkur gleðilegrar páskahátíðar. [...]

5. FG tók þátt í söfnun ABC

Börn hjálpa börnum, hið árlega söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins, fór fram í lok mars og byrjun apríl. Nemendur í 5. FG í Grunnskólanum í Sandgerði tóku virkan þátt, gengu í hús [...]

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN þriðjudaginn 4. apríl

Þriðjudaginn 4. apríl höldum við bláa daginn hátíðlegan í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Þá eru allir hvattir til að klæðast bláu og foreldrar um leið hvattir til að ræða við og fræða börn sín [...]

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Grunnskólanum í Sandgerði er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.