Fréttir & tilkynningar

23.11.2020

Starfsdagur miðvikudaginn 25. nóvember

Miðvikudaginn 25. nóvember nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað.
20.11.2020

Endurskinsmerki að gjöf

Í vikunni fengu allir nemendur skólans endurskinsmerki að gjöf frá Björgunarsveitinni Sigurvon og ættu því að vera vel upplýstir í skammdeginu. Eins og sjá má á þeim myndum sem teknar voru við þetta tækifæri voru nemendur ánægðir með gjöfina og þakka björgunarsveitinni kærlega fyrir sig.
20.11.2020

Skipulag skólastarfs 23. nóvember til og með 1. desember

1.-4. bekk verður kennt skv. stundatöflu, þ.m.t. íþróttir, sund, verk- og listgreinar og frístund að skóla loknum til 16:00 fyrir þá sem þar eru. 5.-7. bekk verður kennt samkvæmt stundatöflum þ.m.t. íþróttir, sund, verkval og verk- og listgreinar með örlitlum breytingum, töflur þess efnis koma til þeirra sem það á við. 8.- 9. bekkur verður kennt samkvæmt töflu til 12:25 og þar verða áfram takmarkanir. 10. bekk verður kennt samkvæmt töflu til 12:45 og þar verða áfram takmarkanir.