Fréttir úr skólastarfinu

Dagur íslenskrar tungu og bókamessa

Í dag var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Sandgerðisskóla. Nemendur sýndu afrakstur bókamessu sem hefur staðið yfir sl. mánuð, þar kynntu nemendur nokkra rithöfunda og bókmenntir. Á sal skólans fræddi Bylgja aðstoðarskólastjóri um Jónas [...]

Valfagið – Tæknilegó

Sandgerðisskóli býður upp á val á unglingastigi sem heitir Tæknilegó. Áfanginn byggir á því að nemendur fara sem lið á First Lego League keppnina sem er haldin ár hvert hérna á landi.  Keppnin er í [...]

Samvinnuverkefni hjá 1. og 6. bekk

Í tilefni af degi jákvæðra samskipta gerðu nemendur í 1. og 6. bekk í sameiningu fallegt vináttutré. Að því loknu buðu fyrstu bekkingar í Just dance party.      

Samvinnuverkefni hjá 5. og 10.bekk

Í tilefni af degi jákvæðra samskipta útbjuggu vinabekkirnir  5. og 10. bekkur þetta skemmtilega veggspjald.

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Sandgerðisskóla er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.