Viðburðir

19.-20. október
Mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október er vetrarfrí í Sandgerðisskóla. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 21.október samkvæmt stundaskrá.
24. okt
Fyrsti vetrardagur
8. nóv
Dagur jákvæðra samskipta er ávallt haldinn 8. nóvember ár hvert. Þá hittast vinabekkir og vinna verkefni í tengslum við vináttu og að koma vel fram við hvert annað. Nemendur fá fræðslu um skaðsemi eineltis og mikilvægi þess að styðja við náungann. Afrakstur nemenda er til sýnis á göngum skólans.
16. nóv
16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu og fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Sandgerðisskóli leitast við að halda þennan dag hátíðlegan. Hann markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekk.
20. nóv
Dagur mannréttinda barna er haldinn 20. nóvember ár hvert. Þá er farið sérstaklega yfir mannréttindi og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með nemendum og vinna þeir þematengd verkefni í tengslum við daginn.
25. nóv
Miðvikudaginn 25. nóvember nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað.
1. des
Fullveldisdagurinn
15.-16. desember
Vikan fyrir jólafrí er tileinkuð jólagleðinni. Í byrjun vikunnar eru jólastöðvar og er nemendum skipt í hópa þvert á aldursstig og á stöðvum eru föndur, leikir og þrautir.
17. des
Jólaskemmtun í 1. – 6. bekk er haldin ár hvert þar sem nemendur sýna atriði á sal skólans fyrir foreldra og aðra nemendur
18. des
Jólasamvera er haldin síðasta daginn fyrir jólafrí. Nemendur snæða hátíðarmat og eiga eftir það notalega samverustund með umsjónarkennara sínum. Í lok dagsins er dansað í kringum jólatréð
21. des
Jólaleyfi nemenda hefst mánudaginn 21.desember. Nemendur mæta aftur í skólann að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 5.janúar 2021, samkvæmt stundaskrá.
4. jan
Mánudaginn 4. janúar 2021 er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Öll kennsla fellur niður þennan dag. Skólasel er einnig lokað.