Skjöldur - jákvæð samskipti

SkjöldurSandgerðisskóli leitast við að skapa jákvætt og uppbyggjandi umhverfi þar sem öllum líður vel. Eineltisáætlun skólans, Skjöldur miðar að því að fyrirbyggja einelti og andfélagslega hegðun og taka á slíkum málum þegar þau koma upp. Allt starfsfólk skólans tekur þátt í vinnunni og leggur sitt af mörkum í að byggja upp félagslega sterkt samfélag þar sem jákvæð samskipti fara fram.

Samskiptaáætlunin Skjöldur varð til í Sandgerðisskóla. Grunnurinn að þeirri áætluninni byggir að miklum hluta á þekkingu og reynslu sem fékkst af því að vinna eftir áætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun frá árinu 2002 til ársins 2012 ásamt hugmyndafræði uppbyggingar sem nýtt hefur verið markvisst í skólanum frá árinu 2007. Uppeldi til ábyrgðar (e. Restitution) miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn og þjálfa nemendur  í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skólans við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum og byggja þannig upp umhyggjusamt samfélag. Þannig stefnum við að því að allir fái þörfum sínum uppfylgt án þess að gera á hlut annarra sem samferða eru í samfélaginu.

Áætlunin var unnin af starfsfólki skólans og tekur breytingum eftir því sem við á í síbreytilegu samfélagi.  Skjöldur er áætlun um jákvæð samskipti og hvernig stuðla megi að þeim auk þess að taka á samskiptavanda og mögulegu einelti sem komið getur upp. Starfsfólki Sandgerðisskóla er ætlað að vinna eftir samskiptaáætlun skólans ef upp koma mál sem skilgreinast sem samskiptavandi eða einelti og/eða andfélagsleg hegðun.

Sandgerðisskóli leitast við að eiga gott samstarf við heimilin og sitt nánasta umhverfi þar sem skólinn einn og sér mun aldrei geta tekið á þeirri vanlíðan sem fylgir því að vera lagður í einelti og þarfnast samtakamáttar samfélagsins alls til að stuðla að jákvæðum samskiptum á öllum sviðum þess.

Skjöldur 2022-2025 Samskiptaáætlun Samskiptaáætlun Sandgerðisskóla, einnig er hægt er að smella á mynd til að lesa áætlun í flettiriti.

Samskiptaáætlun

pdf Rannsókn eða ekki 

Rafrænt tilkynningarblað Rafrænt tilkynningarblað vegna gruns um samskiptavanda/einelti, smellið hér.

pdf Tilkynningarblað um einelti og grun um einelti 

Á vefsíðu Menntamálastofnunar má nálgast eftirfarandi upplýsingar um eineltismál:

Kynningarmyndband um eineltismál
 
Kynningarbæklingur fagráðs á íslensku
 
Kynningarbæklingur fagráðs á ensku

Kynningarbæklingur fagráðs á pólsku

Gegneinelti.is er upplýsingasíða fagráðs um eineltismál og er síðan sérstaklega ætluð fyrir börn, ungmenni, foreldra og fagfólk.

Upplýsingar um fagráð eineltismála

pdf Hið þögla stríð - Pistill frá Guðlaugu Finnsdóttur

Lítið myndband með myndum um einelti sem nemendur okkar í 4. og 5. bekk  bjuggu til árgangur 2000 og 2001. ( myndbandið er á you tube)

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd. Við munum öll, hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.