Fréttir

Pólski sendiherrann Gerard Pokruszynski heimsótti Sandgerðisskóla

Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands og eiginkona hans heimsóttu Sandgerðisskóla í dag. Sendiherrann ásamt Magnúsi bæjarstjóra hitti pólska nemendur skólans og starfsfólk. Nemendur sögðu frá því hvaðan í Póllandi þeir væru ættaðir og spjölluðu við sendiherrann. Pólskumælandi nemendur kynntu fyrir gestum starf skólans, tónlistarskólans og starfsemi bókasafnsins en þar er má finna fjölbreyttar pólskar bókmenntir. Sandgerðisskóli [...]

16.01.2019|

Jólaleyfi

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn. Jólaleyfi nemenda hefst föstudaginn 21.desember. Nemendur mæta aftur í skólann að loknu jólaleyfi föstudaginn 4.janúar 2019, samkvæmt stundaskrá. Miðvikudagurinn 19.desember er seinasti dagur nemenda á Skólaseli fyrir jólaleyfi. Skólasel opnar aftur föstudaginn 4.janúar 2019. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt og gott [...]

20.12.2018|

Litlu jólin

Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk voru haldin í dag fimmtudaginn 20.desember. Nemendur komu saman á sal skólans þar sem dansað var í kringum jólatré við undirspil Húsbandsins.       Myndband 1 IMG_4784 Myndband 2 IMG_4785 Myndband 3 IMG_4786

20.12.2018|

Jólaskemmtun

Jólaskemmtun nemenda 1.- 6. bekkjar var haldin miðvikudaginn 19.desember. Sjá myndasafn.  

20.12.2018|

Félagsvist

Í tilbreytingu í dag spiluðu nemendur og starfsmenn í 7. -10. bekk félagsvist. Spilað var á 16 borðum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru nemendur áhugasamir og skemmtu sér vel.  

19.12.2018|

Litlu jólin

Litlu jólin hjá 1.- 10.bekk eru fimmtudaginn 20.desember. Nemendur mæta prúðbúnir, með pakka, kerti og smákökur/mandarínur í sínar umsjónarstofur kl.10:00. Klukkan 11:00 koma nemendur saman á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur kl.11:45.  

17.12.2018|

Jólaskemmtun

Jólaskemmtun hjá 1. - 6.bekk er miðvikudaginn 19.desember frá kl.12:00. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá kl.08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim að sýningu lokinni eða um kl. 13:25. Foreldrar/ forráðamenn og aðrir gestir hjartanlega velkomnir. Nemendur í 7.- 10.bekk mæta kl.08:15 og lýkur skóladegi hjá þeim kl.13:25.    

17.12.2018|

Jólasöngur á sal

Jólasöngur á sal.

13.12.2018|

Hafragrautur í boði alla morgna – owsianka – porridge

Við viljum minna á hafragrautinn góða sem stendur öllum nemendum til boða kostnaðarlaust alla morgna frá 07:45 -08:15. Með grautnum eru rúsínur, kanilsykur, möndlur, kanill og einnig er hægt að fá sér lýsi. Endilega hvetjið börnin ykkar til að nýta þennan staðgóða morgunmat J Með góðum kveðjum, Hólmfríður skólastjóri   I´d like to remind you [...]

29.08.2018|

Skólasetning 2018

 

14.08.2018|