Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Útskriftarárgangur 2009
Útskriftarárgangur 2009

Skólaslit Sandgerðisskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 3. júní s.l.. Skólaslitin voru þrískipt, 1. - 4. bekkur, 5. – 7. bekkur og því næst 8. - 9. bekkur og útskrift 10. bekkjar. Á þessu skólaári stunduðu 310 nemendur nám í 1. - 10. bekk.

Á skólaslitum flutti kór Sandgerðisskóla lög undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur tónmenntakennara og Elsu Mörtu Ægisdóttur meðstjórnenda. Lögin sem kórinn flutti voru:

Skínum skært. Höfundur lags: Íris Rós, Höfundur texta: Árni Beinteinn, Vilhjálmur B. Bragason og Íris Rós,

Key key kule, afrískt lag þar sem einn meðlimur kórsins spilaði undir á Djembé

Í löngu máli. Lag og texti Una Torfa.

Alexandra Ibhade nemandi í 6. bekk spilaði á píanó lagið Statues (úr Harry Potter) höf. A. Desplat.

Hljómsveit skipuð fjórum nemendum úr fjórða bekk, þeim Anítu Ósk, Írenu Líf, Sigursteini og Sveinbjörgu slógu í gegn með flutningi sínum á laginu Dance Monkey,  höf. T. Watson

Foreldrafélagið veitti tveimur nemendum í hverjum árgangi viðurkenningu fyrir að vera Jákvæður leiðtogi. Jákvæður leiðtogi er nemandi sem leggur sig fram við að mynda góðan bekkjarbrag, er góð fyrirmynd tjáir sig á bekkjarfundum og er með ríka réttlætiskennd.

Sorpeyðingarstöðin Kalka gaf bókarverðlaun fyrir góðan árangur í náttúrufræði á miðstigi.

Fjöldinn allur af viðurkenningum voru veittar fyrir árangur í bóklegum greinum, verkgreinum, íþróttum og fyrir þátttöku í nemendaráði, skólaráði og skólahreysti.

Skólaárið einkenndist af fjölbreyttum verkefnum og áskorunum, Bylgja Baldursdóttir skólastjóri fór yfir skólaárið í ræðu sinni, hún sagði að skólaárið hafi heilt yfir gengið vel og án takmarkanna að undaskildum einu degi þar sem skólastarf féll niður vegna veðurs.

Háskólalestin kom í eftirminnilega í heimsókn til okkar á Vitadögum þar sem nemendur tóku þátt í fjölbreyttum og spennandi námskeiðum, það fengu þeir tækifæri til að kafa ofan í ólíkar fræðigreinar og ýmiss konar tækni og vísindi. Auk þess hafi nemendur tekið þátt í ýmis konar óhefðbundinni kennslu þeir hafi m.a. tekið þátt í litahlaupi, útikennslu og vettvangsferðum. Á meðan sumir bekkir létu sér nægja að fara í vettvangsferðir í grenndarsamfélaginu þá fóru nemendur 7. bekkjar á Reyki, 10. bekkur fór í vettvangsferð til Reykjavíkur, unglingastigið fór í skíðaferð, kórinn fór á landsmót auk allra vorferðanna sem allir nemendur skólans fóru í nú fyrir skemmstu.

Skólinn viðhélt virku nemendalýðræði með því að nemendur kusu um hina ýmsu hluti. Nemendur á unglingastigi skólans tóku þátt í barna og ungmennaþingi Suðurnesjabæjar. Þá tókum nemendur þátt  í krakkakosningum í tengslum við alþingiskosningar og á unglingastigi voru valkvæðar jólastöðvar. Lýðræðisleg vinnubrögð voru viðhöfð  í alls kyns vinnu og verkefnum á skólaárinu og unnið er að því að festa þau vinnubrögð í sessi í öllu okkar skólastarfi.   

Sandgerðisskóli sigraði í svakalegustu lestrarkeppni skólanna á Reykjanesi 6. bekkur sló þar öll met með því að 30 nemendur lásu 39,422 blaðsíður, eða 1314 bls. á nemanda. 

Nemendur skólans tóku þátt í verkefninu Göngum í skólann, Ólympíuhlaupi ÍSÍ, þá var hrekkjavökunni og öskudeginum gerð góð skil, Nemendur tóku þátt í Stóru- og litlu upplestrarkeppninni, skólinn átti fulltrúa í Hreystikeppninni, svo eitthvað sé nefnt. Þá má ekki gleyma öllum skemmtilegu verkefnunum í söng, leik og dansi í tengslum við árshátíðir skólans. 1.-6. bekkur hélt árshátíð í beinu framhaldi af þemaviku um áratugaþema í tónlist, sögu og kvikmyndum, sýningin var algjörlega frábær og ekki má gleyma því að nemendur og starfsfólk lagði á sig mikla og óeigingjarna vinnu til þess að gera sýninguna óaðfinnanlega. Árshátíð eldri hefur sjaldan verið glæsilegri, þar sem nemendur sem og starfsfólk fóru á kostum í leik og dansi.

Nemendur 10. bekkjar kepptu við starfsmenn í fótbolta og enduðum við skólaárið á frábæru skólarokki þar sem nemendur nýttu mismunandi styrkleika sína við að leysa þrautir og verkefni fyrir bekkinn sinn.

Bylgja minnti á að skólastarf væri eins og keðja þar sem hver og einn hlekkur væri jafn mikilvægur sama hvort það væru nemendur, starfsfólk, aðstandendur og eða fólkið í grenndarsamfélaginu. Það stefna allir í sömu átt þ.e. að nemendur nái sem bestum árangri í lífi og starfi.

Þá talaði hún beint til nemenda þegar hún sagði: „Þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel í vetur. Þið hafið tekist á við verkefni, sýnt frumkvæði, lært af mistökum og vaxið, bæði í námi og sem einstaklingar. Við sjáum það á ganginum, í kennslustofunum, á sviðinu, í íþróttasalnum og ekki síst úti á skólalóðinni.  Hafið ávallt hugfast að vöxtur, virðing, vilji og vinátta helst í hendur en krefst ákvörðunar ykkar um það hvernig þið nýtið ykkur það á hverjum degi. Að allir hafi náð framförum í vetur og aukið við félags þroska sinn, hver á sinn hátt og síðast en ekki síst lært enn betur að vera besta útgáfan af ykkur sjálfum. Eftir mikla og stranga vinnu í vetur þá er kominn tími til að slaka á og takast á við þau verkefni og það frí sem nú tekur við hjá ykkur. Þið verðið frjáls eins og fuglinn og getið notið ykkar leik og starfi í sumar og valið ykkur þau verkefni sem þið takið ykkur fyrir höndum. “.

Við útskrift 10. bekkjar ávörpuðu Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir og Sindri Lars Ómarsson umsjónakennarar nemendur og fóru yfir farin veg. Fyrir hönd útskriftarárgangsins töluðu þau Alekandra, Eva Rún, Gísli Þór, Hilda Rún, Lárus Einar, Oddný Lilja, Ólavía Lind, Teresa Rós og Thlema Sif og fóru yfir skemmtileg atvik og sögur af skólagöngu árgangsins.

Margréti Böðvarsdóttur lestrarömmu skólans var færður þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu nemenda. Nokkrir starfsmen héldu til annarra starfa og fengu þeir rós og var þakkað fyrir samstarfið.

Í lokin þá lék Ragnheiður Rós Pétursdóttir útskriftarnemandi lagið Kvöldsigling eftir Gísla Helgason á klarinett, Haukur Arnórsson píanókennari lék undir á píanó.

Þá þakkaði hún foreldrafélagi skólans fyrir gott starf og einnig þeim fjölmörgu fyrirtækjum og stofnunum sem tóku á móti nemendum skólans fyrir góðar móttökur og samstarf.

Að lokum ávarpaði Bylgja starfsfólk skólans og sagði:,, Kæra starfsfólk, takk fyrir ykkar ómetanlega starf. Þið eruð hjartað í skólanum. Það sem þið leggið til, hvort sem það er í kennslustund, í frímínútum, á göngum eða í stoðþjónustu skiptir öllu máli. Þið hafið áhrif á líf barna og unglinga langt umfram það sem dagbók eða námsskrá getur sýnt.

Að lokinni athöfn buðu foreldrar 10. bekkjar starfsfólki og nemendum til kaffisamsætis.

Smellið hér til að sjá myndir frá athöfninni.

Við þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir samstarfið í vetur. Óskum ykkur ánægjulegs sumars og hlökkum til samstarfsins á komandi hausti.

Skólaslit 2024-2025 Skólaslit 2024-2025 Skólaslit 2024-2025 Skólaslit 2024-2025